Tímarit Máls og menningar - 01.06.2015, Blaðsíða 60
B ö ð va r G u ð m u n d s s o n
60 TMM 2015 · 2
Still more majestic shalt thou rise,
more dreadful from each foreign stroke,
as the loud blast that tears the skies
Serves but to root thy native oak.
Rule, Britannia! Britannia, rule the waves!
Britons never, never, never shall be slaves.
To thee belongs the rural reign;
Thy cities shall with commerce shine;
All thine shall be the subject main,
And every shore it circles, thine.
Rule, Britannia! Britannia, rule the waves!
Britons never, never, never shall be slaves.
Hvorki meira né minna. Gjörvallt úthafið skal
tilheyra Bretum og allar strendurnar sem að því
liggja. Og allt kvæðið er lagt verndarenglunum í
munn! Okkur finnst kannski dálítið skondið í dag
að höfundurinn hafi verið Skoti. James Thomson
fæddist í Edinborg 11. september árið 1700, en
það er önnur saga.
Í Þýskalandi ortu skáldin líka ættjarðarkvæði
og söngva, en Þýskaland var ekki eitt land eða
eitt ríki í byrjun átjándu aldar heldur mörg. En
margir voru á þeirri skoðun að allt þýskumælandi
fólk ætti að vera sameinað í eitt ríki. Seinna fæddist svo hugmyndin að þar
skyldi einnig vera einn foringi.
Svo illt var ástandið þó ekki orðið í bænum Fallersleben í Niedersachsen,
þá á stærð við Akureyri eins og hún er nú, 2. apríl árið 1798. Þann dag fæddi
borgarstjórafrúin, Dorothea Balthasar Hoffmann, lítinn strák sem hlaut
nafnið August Heinrich Hoffmann. Faðirinn var auðvitað borgarstjórinn,
Heinrich Wilhelm Hoffmann.
Strákurinn gekk í barnaskólann í Fallersleben þegar hann hafði aldur til
og 18 ára var hann settur til að lesa guðfræði við
háskólann í Göttingen.
En guðfræðiáhuginn var takmarkaður
og August Hoffmann flutti til Bonn og fór að
lesa þýsku og þýskar bókmenntir. Og hann fór
að yrkja. Fyrsta ljóðabókin hans, Lieder und
Romanzen (Ljóð og rómönsur) kom út árið 1822
og hann tók sér höfundarheiti eftir fæðingarbæ
sínum og hét nú Hoffmann von Fallersleben. Ári
síðar fékk hann stöðu sem háskólabókavörður við
háskólann í Breslau, sem nú heitir Wroscław og
er í Póllandi en var þá þýskt yfirráðasvæði. Hann
James Thomson
Hoffmann von
Fallersleben