Tímarit Máls og menningar - 01.06.2015, Page 67
Ti l u r ð o g ö r l ö g t v e g g j a l j ó ð a
TMM 2015 · 2 67
Þetta voru tónelskir ungir menn og nokkra þeirra langaði líka til að syngja
og sneru sér í vanda sínum til fyrirliðans. Horst Wessel var ekki sérlega hag-
mæltur en hann fann litla söngbók sem kommúnistar höfðu gefið út árið
1913 og þar var söngur um rauða fánann sem var tákn um betri framtíð, „á
morgun kemur brauð á borðið, hristu af þér slenið, ungi maður, nú skulum
við berjast fyrir bættum kjörum“. Það þurfti ekki að skipta um mörg orð í
þessum söng, eiginlega ekki annað en setja „der Hitlerfahne“ í stað „der rote
Fahne“ og „die Rotfront“ fyrir „Ausbeutung.“
Bókmenntadoktorinn varð himinlifandi og nýi söngurinn, Kampflied eða
Baráttuljóð kom á prenti í blaði Göbbels Der Angriff (Árásin) í september
1929.
Die Fahne hoch! Die Reihen fest geschlossen!
SA marschiert mit ruhig festem Schritt.
Kam‘raden, die Rotfront und Reaktion erschossen,
Marschier‘n im Geist in unser‘n Reihen mit.
Lyftið fánanum hátt! Raðirnar óslítandi!
Stormsveitin marserar með rólegum, ákveðnum skrefum.
Félagarnir, sem rauðliðarnir og afturhaldsöflin skutu,
ganga með okkur í anda.
Die Straße frei den braunen Bataillonen.
Die Straße frei dem Sturmabteilungsmann!
Es schau‘n aufs Hakenkreuz voll Hoffnung schon Millionen.
Der Tag für Freiheit und für Brot bricht an!
Strætin séu opin fyrir brúnu hersveitinni.
Strætin séu opin fyrir stormsveitarliðanum.
Þegar mæna milljónir vonaraugum á hakakrossinn,
dagur frelsis og brauðs er að rísa.
Schalmei
Stormsveit 34. Horst Wessel fremst