Tímarit Máls og menningar - 01.06.2015, Page 69
Ti l u r ð o g ö r l ö g t v e g g j a l j ó ð a
TMM 2015 · 2 69
Kampflied náði þó aldrei að verða opinber þjóðsöngur en það var brátt
sungið við öll tækifæri í stað Deutschlandlied von Fallerslebens, sem var þá,
eins og fyrr segir, endurskoðað og halaklippt.
Og svo kom aftur stríð og aftur þýskur ósigur. Sigurherrar seinni heims-
styrjaldarinnar bönnuðu 19. ágúst 1945 bæði Kampflied og Deutsch-
landlied. Kampflied hefur síðan einungis verið sungið á laun af sálsjúkum
öfgamönnum.
En við stofnun sambandslýðveldisins sem seinna hét Vestur Þýskaland var
aftur farið að syngja Deutschlandlied. Það fékk þó ekki strax leyfi til að kalla
sig þjóðsöng. Margar tillögur voru lagðar fram um nýjan þjóðsöng, meðal
annars Ode an der Freude (Óður til gleðinnar) Schillers og Beethovens sem
nú er söngur Evrópusambandsins.
En árið 1952 tókst íhaldssama kanslaranum Konrad Adenauer að fá
Deutschlandlied viðtekið sem þjóðsöng. Það vakti reiði víða um heim, líka í
Þýskalandi. Forsetinn, Theodor Heuß, sem var frjálslyndur, var neyddur til
að samþykkja lög um Deutschlandlied sem þjóðsöng en fékk því komið til
leiðar að einungis skyldi syngja þriðja versið, sem nasistarnir bönnuðu.
1955 ákvað svo þýska menntamálaráðuneytið að öll þrjú erindin skyldu
kennd í skólum landsins og 1987 var leyft að prenta öll þrjú erindin í bókum
til kennslu í söng í skólum. Gamli Hoffmann von Fallersleben hafði sigrað
með sinni rómantísku föðurlandsást þrátt fyrir alla þá misnotkun og mis-
túlkun sem í raun hans meinlausa ljóð hafði mátt þola í áranna rás.
Kannski var ögn af sannleik í því sem Hitler sagði: „Ýmsar aðrar þjóðir
skilja það ekki. Trúlegast myndu þeir sjá í þessu ljóði merki um heims-
valdastefnu, sem þó er langt frá þeirra eigin heimsvaldastefnu.“
Eitt er þó víst, sú heimsvaldastefna sem einhver kann að sjá í Deutsch-
landlied fer eftir augunum sem lesa. Ákafir þýskir þjóðernissinnar fundu í
tveimur fyrstu ljóðlínum fyrsta erindis samhljóm við sínar hugmyndir og
slitu þær svo úr setningalegu samhengi. Þessar tvær línur eru þó smámunir
miðað við þá heimsvaldastefnu sem bókstaflega og skýlaust er boðuð í Rule
Hoffmann von Fallers-
leben
Konrad Adenauer Theodor Heuß