Tímarit Máls og menningar - 01.06.2015, Síða 70
B ö ð va r G u ð m u n d s s o n
70 TMM 2015 · 2
Brittania. Engu að síður urðu þær tákn um einhvern andstyggilegasta boð-
skap sem um getur, kenninguna um yfirfólkið og óæðri kynþætti. Mér finnst
kominn tími til þess að leyfa þessu gamla og góða ættjarðarljóði að lifa sínu
upprunalega lífi. Dálítið uppskrúfað og hátíðlegt en laust við níð um aðrar
þjóðir og ágætlega ort.
August Heinrich Hoffmann von Fallersleben
Þýskalandsljóð
Þýskaland, um víða veröld
varnarþrótt og sigur fær
nafn þitt vakið, andans eining
afl og dugur hjá þér grær.
Allt frá Belti, Etsch og Memel
út til Maas þitt veldi nær,
Þýskaland, um víða veröld
varnarþrótt og sigur fær.
Þýskar dætur, þýskar tryggðir,
þýskur söngur, vín og ljóð
skulu vítt um heiminn hljóma
hrein og efld af fornri glóð,
oss þau veiti afl og hreysti,
efla dáð og hetjumóð.
Þýskar dætur, þýskar tryggðir,
þýskur söngur, vín og ljóð.
Eining, réttur, óskert frelsi
um þig lyki, föðurland,
stugga skal með hönd og hjarta
hverju frá sem boðar grand,
eining, réttur, óskert frelsi
ávallt sé þitt gæfuband.
Blómgist æ þín bjarta gæfa,
blómgist, þýska föðurland.