Tímarit Máls og menningar - 01.06.2015, Síða 78
S t e i n u n n I n g a Ó t t a r s d ó t t i r
78 TMM 2015 · 2
besta bók hans, áðurnefnd „Harðsoðið undraland og heimsendir“ sem þó er
ekki nema um 400 bls og kom út á ensku fyrir nær aldarfjórðungi.
Að þýða verk Murakami er ekkert áhlaupaverk og mun erfiðara en það
virðist við fyrstu sýn. Sjálfur er hann afkastamikill þýðandi vestrænna
bókmennta6 og hefur hönd í bagga með þýðingum á eigin verkum. Verk hans
á íslensku eru jafnan þýdd úr ensku og erfitt að vita fullkomlega hvernig þær
þýðingar eru nema vera læs á frummálið. Murakami skrifar á japönsku en
hefur hingað til notið góðs af þremur öndvegisþýðendum á ensku, Alfred
Birnbaum, Philip Gabriel og Jay Rubin, sem hafa stuðlað að ört rísandi
frægðarsól og útbreiðslu verka hans í hinum vestræna heimi.7
Helsti munurinn er milli texta Birnbaum og hinna tveggja, en þýðingar hans eru
öllu „ævintýralegri“ ef svo má segja, fyndnari og sprellnari. Ég las Murakami upp-
haflega í þýðingum Birnbaums, og var því í fyrstu (en ekki lengur) dálítið ósátt við
stíl Rubin og Gabriel, sem mér fannst óþarflega látlaus. Hinsvegar vilja þeir sem
til þekkja víst meina að þýðingar Rubin og Gabriel séu nær texta Murakami, og að
Birnbaum hafi „spækað“ þetta svolítið upp. Ég sel slíkar pælingar ekki dýrar en ég
keypti, enda alls ólæs á japönsku.8
Stíll Murakami (á ensku) er stilltur vel og afar fágaður. Þýðing Ugga Jóns-
sonar úr ensku á t.d. Sunnan við mærin, vestur af sól nær þeim skáldlega
einfaldleika og kyrrleiksástríðu sem einkennir stíl Murakami en er á
stundum sérviskuleg eins og t.d. „máni“ og „náir“ sem notað er um tungl
og lík (hræ). En í Spútnik-Ástinni á hann snilldarleg tilþrif. Uggi og Ingunn
Snædal þýða auðvitað ólíkt en leysa bæði verkið prýðisvel af hendi, hvort á
sinn hátt:
So that’s how we live our lives. No matter how deep and fatal the loss, no matter
how important the thing that’s stolen from us – that’s snatched right out of our
hands – even if we are left completely changed, with only the outer layer of skin from
before, we continue to play out our lives this way, in silence. We draw ever nearer
to the end of our allotted span of time, bidding it farewell as it trails off behind.
Repeating, often adroitly, the endless deeds of the everyday. Leaving behind a feeling
of immeasurable emptiness.
Þannig lifum við sem sagt lífinu. Engu skiptir hversu djúpur og banvænn missir
okkar er, engu skiptir hversu mikilvægir þeir hlutir eru sem er stolið frá okkur – sem
eru beinlínis hrifsaðir úr höndum okkar – jafnvel þótt við séum gjörbreytt eftir á og
einungis ytra byrði húðarinnar hið sama og áður, þá höldum við áfram að haga lífi
okkar á þennan hátt, í þögn. Við nálgumst stöðugt endimörk þess tíma sem okkur
er úthlutaður, köstum kveðju á hann þar sem hann hverfur smám saman að baki.
Endurtökum, oft af leikni, endalausar athafnir hversdagsins. Og sitjum uppi með
ómælanlega tómleikatilfinningu.
Spútnik-Ástin, þýðing Ugga Jónssonar