Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2015, Qupperneq 87

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2015, Qupperneq 87
Ve t u r í V í e t n a m TMM 2015 · 2 87 kjaftæði og vitleysu, frelsuð af Amnesty og var árið 1996 svipt vegabréfinu sínu – en flúði til Parísar árið 2006. 10 Þegar ég fer einn í bæinn hía þau á mig hvað ég sé stór. Big man, big man. Híhíhí. Og benda. Kalla á vini sína. Þegar ég fer með börnin, sérstaklega Aino sem er yngri og ljóshærðari, fá þau alla athyglina – granninn á vespunni á rauðu ljósi byrjar að strjúka henni um hárið og gera gjugg í borg á meðan við bíðum eftir græna ljósinu. You children? Spyrja þau (hvort sem ég er með eitt eða tvö). How old baby? spyrja þau. Tenty month, svara ég (því í samskiptum mínum við heimamenn tölum við öll jafn lélega ensku). You wife? spyrja þau og skilja ekkert þegar ég reyni að segja að hún sé heima, en ekki sem sagt á hótelherbergi eða í spa eða einhverju þvíumlíku. Hvernig vita þau að ég er giftur? In house, segi ég. We hire house. Le Hong Phong (gatan okkar heitir það). Og svo reyna þau að féfletta mig. Mér skilst að hvítu fólki sé fyrst boðið sexfalt verð, kínverjum fjórfalt verð og suðausturasíubúum tvöfalt verð. Ég kaupi nokkra drekaávexti, mangó, hnetusósu, wokpönnu, jakkaföt, hálfan túnfisk, öndunarpípu og eina Macbook Air. Það er loksins hætt að rigna. 11 Einn daginn gengum við framhjá einfættum manni á handdrifnu reiðhjóli og Aram spurði mig hvort ég hefði séð hann. Fyrren varir var ég farinn að útskýra fyrir honum eitt og annað um jarðsprengjur og hernað – við höfum að vísu nokkrum sinnum talað stuttlega um Víetnamstríðið (sem Aram kallaði fyrst þorskastríðið; ég skildi ekkert hvað hann var að spyrja út í – nú kemur þorskastríðið alltaf líka til tals þegar við ræðum Víetnamstríðið, þorskastríð eru góð, víetnamstríð eru vond). Sjálfsagt er aldrei gaman að segja neinum frá jarðsprengjum sem hefur ekki nógu grimmilegt ímyndunarafl til að láta sér detta slíkt í hug, en það er áreiðanlega líka svolítið annað að útskýra fyrir barni jarðsprengjur í landi þar sem enn er mikið um fólk sem er einfætt fyrir þeirra sakir – þótt stríðinu hafi lokið löngu áður en ég fæddist. Nokkrum dögum eftir þetta hjólum við framhjá hópi grunnskólastelpna og ein þeirra er með sigið andlit, einsog það sé að bráðna utan af haus- kúpunni og muni hvað á hverju byrja að drjúpa niður á gangstétt. Þær hlæja og fíflast, einsog grunnskólastelpur gera, og ég kann ekki við að stoppa þótt hörmungarklámfengin forvitnin sé alveg að bera mig ofurliði. Þegar ég geng í gegnum stríðsminjasafnið í Saigon einhverjum vikum síðar sé ég margar myndir af fólki með álíka einkenni, og ég tygg ofan í sjálfan mig það sem
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.