Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2015, Side 100

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2015, Side 100
100 TMM 2015 · 2 Ármann Jakobsson David Hemmings á salerninu prósaljóð um miðlífskrísu Eitt afreka minna í lífinu er að læra að fara á salernið í öðrum húsum til að draga úr streitu. Þann sigur skilur aðeins annað taugaveiklað fólk. Þannig er líf mannsins eilíft frelsisstríð. En í raunveruleikanum er fullur sigur fátíður og á innyflum sínum getur enginn unnið nema í besta falli hálfan sigur. Taugaveiklað fólk er gjarnan útsmogið, af brýnni þörf. Þannig öðrum snjallara að finna góð salerni. Sem það næstum treystir því að auð- vitað treystir það engu. Hreinleg, setan ekki laus, helst ekkert veggjakrot. Umfram allt hæfilega heitt vatn, hvorki volgt né brennheitt, og auðvitað sápan. Handþvottur er haldreipi hins taugaveiklaða sem veit að heimurinn er ginnungagap og enginn grípur þann sem fellur; hann mun hrapa og hrapa, hraðar og hraðar án áfangastaðar. Taugaveiklað fólk trúir ekki á slíka staði, staðleysið mótar tilvist þess. Það þvær sér og þvær um hendurnar, eins og Pílatus. Eitt ágætt salerni fann ég á kaffihúsi í miðbæ Reykjavíkur. Litríkt og notalegt; góð aðstaða til handþvottar. Ef maður er einn af þeim sem fer stundum á salernið til þess eins að þvo sér um hendur og er þar grunsamlega stutt sem er næstum jafn slæmt og að vera grunsamlega lengi. En stundum þarf ég að setjast og eitt sinn settist ég og horfðist í augu við David Hemm- ings. Eða öllu heldur Thomas ljósmyndara úr kvikmyndinni Blow-Up. Sem ég sá rígfullorðinn í sjónvarpi í Danmörku. En löngu fyrr hafði mamma eða pabbi … mamma líklega … sagt mér frá fléttunni í myndinni. Sem raunar er nýbylgjumynd án fléttu. Frá sjöunda áratugnum. Mér finnst hún dæmigerð fyrir hann. Litirnir. Og klippingin. Ekki á myndinni heldur á David Hemm- ings. Eða Thomas. Sem horfir á mig sitja á klósettinu með myndavél fyrir framan sig. Ljósmyndastjarfur. Er að taka mynd. Ófyrirleitinn ljósmyndari ryðst inn á mann í prívaterindum. En samt er það hann sem er mynd, ekki ég. Getur ekki horft, sama hve hann horfir. Þetta er ekki einu sinni David Hemmings, aðeins póstkort og varla af honum heldur af Thomas ljós- myndara sem hann hefur ljáð útlit sitt, rödd og hreyfingar þó að tvennt það síðarnefnda fangist ekki á mynd. Bara mynd. Bara leikari. Hann er dáinn eins og foreldrar mínir. Kemur aldrei aftur frekar en sjöundi áratugurinn. Á myndinni ungur en aðeins fagur í augum miðaldra sem finnst æskan almennt fögur. Í svip hans eitthvað dekadent, veikgeðja,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.