Tímarit Máls og menningar - 01.06.2015, Síða 106
J o h n F r e e m a n
106 TMM 2015 · 2
opinberlega og flutt vinstri-handar tónverk á sviði. Í dag stendur hann fast
við þá skoðun sína að upplifun hans þetta sumar hafi komist nær geðrofi en
trúarlegri reynslu.
Monica útskýrir nánar: „Ég held að þú hafir sagt að ef þú hefðir öðlast þá
mildu trúarvissu eða traust í trúnni sem þú öðlaðist nokkrum árum síðar, þá
hefðirðu verið í stakk búinn til að takast á við þessa erfiðleika á allt annan
hátt. Að einhverju leyti þróaðirðu með sjálfum þér þína eigin trú á þessum
árum, eða hvað?“
– Jú, það er rétt, segir Tomas. En …
– Þú skapaðir þér þína eigin guðshugmynd.
– Já …
– … alveg óháð því sem okkur var kennt í trúarbragðafræðinni. Einhvers
konar tilfinning um vissu, hvaðan sem hún spratt. En þetta er ekki auðvelt
umræðuefni.
Í dag segist Tranströmer ekki geta kveðið upp úr um hvort það hafi verið
þessi reynsla sem vakti fyrst áhuga hans á sálrænum efnum.
„Ég held að það hafi orðið umskipti frá barnatrú til þroskaðri trúaraf-
stöðu,“ útskýrir Monica. „Og þar skipti tónlistin sköpum.“
Það er raunar athyglisvert að það af ljóðum Tranströmers sem fjallar
með skýrustum hætti um trú, er einnig um tónlist – ljóðið „Schubertiana“.
„Svo margt sem við þurfum að treysta“ segir Tran strömer í þessu ljóði sínu,
„til að geta lifað daglegu lífi okkar án þess að sökkva ofan í jörðina!“ (Ljóð
1954–2004, þýð. Njörður P. Njarðvík, bls. 217)
***
Um það leyti sem unglingsárunum sleppti, var Tranströmer farinn að gefa
sig í auknum mæli að ljóðlistinni á kostnað tónlistarinnar. Hann orti af
kappi og upphugsaði leiðir – eins og sönnum snillingi sæmir – til að gera
sér enn erfiðara um vik. Hann orti í anda Hórasar – undir Saffóarlagi og
alkaískum háttum. Frumdrögin að „Skerjagarður að hausti“ og „Fimm
erindi til Thoreau“ urðu til um þetta leyti, en bæði ljóðin rötuðu á endanum
í hans fyrstu bók, 17 ljóð (1954).
Tranströmer teygir sig eftir eintaki af heildarsafni ljóða sinna og bendir á
hvert ljóðið á fætur öðru sem er ort undir saffískum háttum, „þarna, þarna,
þarna,“ segir hann. „Ég býst við að Saffóarlagið hafi ef til vill veitt þér ákveð-
ið frelsi,“ segir Monica, sem Tranströmer játar. „Mjög gott,“ segir hann, og
bætir við: „form til að vinna með.“
Tranströmer leggur fleiri hömlur á sig. Ljóðin sem 17 ljóð samanstendur
af, rissa upp eins konar vistkerfi sem Tranströmer átti eftir að vinna með að
meira eða minna leyti allan sinn skáldferil – vistkerfi sem á augljóslega rætur
að rekja til Runmarö, það sér sá sem sækir eyjuna heim.
Grænka hennar og sæfarendur, öldurnar sem hefjast og hníga. Hljóðræn