Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2015, Síða 106

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2015, Síða 106
J o h n F r e e m a n 106 TMM 2015 · 2 opinberlega og flutt vinstri-handar tónverk á sviði. Í dag stendur hann fast við þá skoðun sína að upplifun hans þetta sumar hafi komist nær geðrofi en trúarlegri reynslu. Monica útskýrir nánar: „Ég held að þú hafir sagt að ef þú hefðir öðlast þá mildu trúarvissu eða traust í trúnni sem þú öðlaðist nokkrum árum síðar, þá hefðirðu verið í stakk búinn til að takast á við þessa erfiðleika á allt annan hátt. Að einhverju leyti þróaðirðu með sjálfum þér þína eigin trú á þessum árum, eða hvað?“ – Jú, það er rétt, segir Tomas. En … – Þú skapaðir þér þína eigin guðshugmynd. – Já … – … alveg óháð því sem okkur var kennt í trúarbragðafræðinni. Einhvers konar tilfinning um vissu, hvaðan sem hún spratt. En þetta er ekki auðvelt umræðuefni. Í dag segist Tranströmer ekki geta kveðið upp úr um hvort það hafi verið þessi reynsla sem vakti fyrst áhuga hans á sálrænum efnum. „Ég held að það hafi orðið umskipti frá barnatrú til þroskaðri trúaraf- stöðu,“ útskýrir Monica. „Og þar skipti tónlistin sköpum.“ Það er raunar athyglisvert að það af ljóðum Tranströmers sem fjallar með skýrustum hætti um trú, er einnig um tónlist – ljóðið „Schubertiana“. „Svo margt sem við þurfum að treysta“ segir Tran strömer í þessu ljóði sínu, „til að geta lifað daglegu lífi okkar án þess að sökkva ofan í jörðina!“ (Ljóð 1954–2004, þýð. Njörður P. Njarðvík, bls. 217) *** Um það leyti sem unglingsárunum sleppti, var Tranströmer farinn að gefa sig í auknum mæli að ljóðlistinni á kostnað tónlistarinnar. Hann orti af kappi og upphugsaði leiðir – eins og sönnum snillingi sæmir – til að gera sér enn erfiðara um vik. Hann orti í anda Hórasar – undir Saffóarlagi og alkaískum háttum. Frumdrögin að „Skerjagarður að hausti“ og „Fimm erindi til Thoreau“ urðu til um þetta leyti, en bæði ljóðin rötuðu á endanum í hans fyrstu bók, 17 ljóð (1954). Tranströmer teygir sig eftir eintaki af heildarsafni ljóða sinna og bendir á hvert ljóðið á fætur öðru sem er ort undir saffískum háttum, „þarna, þarna, þarna,“ segir hann. „Ég býst við að Saffóarlagið hafi ef til vill veitt þér ákveð- ið frelsi,“ segir Monica, sem Tranströmer játar. „Mjög gott,“ segir hann, og bætir við: „form til að vinna með.“ Tranströmer leggur fleiri hömlur á sig. Ljóðin sem 17 ljóð samanstendur af, rissa upp eins konar vistkerfi sem Tranströmer átti eftir að vinna með að meira eða minna leyti allan sinn skáldferil – vistkerfi sem á augljóslega rætur að rekja til Runmarö, það sér sá sem sækir eyjuna heim. Grænka hennar og sæfarendur, öldurnar sem hefjast og hníga. Hljóðræn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.