Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2015, Side 111

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2015, Side 111
TMM 2015 · 2 111 Trygvi Danielsen Góða líf sem mér er gefið Bjarki Karlsson þýddi Á fjarlægum stað, þar sem ósnortin náttúra þrífst enn – í friði fyrir lamandi hendi mannskepnunnar – flýgur yndislegt, fagurblátt fiðrildi. Það flögrar fram með fagurgrænni hlíð uns það svífur út á spegilslétt, tært vatn sem endurkastar sjaldséðum lit þess. Fiðrildið dáist hreykið að fegurð sinni uns spegilmyndin hrekkur í sundur við það að spengilegur, silfurlitur ferskvatnsfiskur stekkur hátt upp úr vatninu og gleypir það. Lagardýrið er aflanum fegið og heldur sig vart hafa stokkið fyrr svo hátt, og því finnst sem það svífi um loftið að eilífu. Áður en fiskurinn sæli lendir aftur í vatninu steypir firnastór og undurfögur haförn sér niður og læsir klóm í lagardýrið með fiðrildið í maganum. Með öruggum og fimum vængjatökum flýgur örnin yfir sumargræn tré sem keppast við að vaxa sem hraðast móti himni. Það leynir sér ekki að hún er aflanum fegin – grandalaus um veiðimannsauga í grennd sem horfir beint í gogg arnarinnar í litla, sívala kíkinum fremst á byssunni. Þungur brestur varpar skugga á lofthjúpinn og örnin þræðir skrúfgang er hún hrapar ofan í rjóður þar sem sólin að smeygja sér milli greina og leggja gyllta himnu yfir ránfuglinn þegar honum lýstur steindauðum niður á grundina. Svo rækilega eru klærnar læstar um fiskinn – þrátt fyrir hátt fall og harðan skell – að hnífur gengur ekki á milli hans og arnarinnar. Í angurværð andarslitranna minnist lagardýrið þess sem var, fyrir aðeins örfáum sekúndum, þegar það synti frjálst í tæru vatni, framdi hæsta og tilkomumesta stökk ævi sinnar – og fangaði fiðrildi. En um leið og lífsandinn hinsti líður um döggvaða grund skýst fiðrildið út úr maganum og þeytist með voldugum vængjatökum úr kjafti lagardýrsins og út í frelsið. En um leið rjúfa vængjatökin lognblíðuna og vekja þyt sem líður af stað yfir stórskorin fjöll, ofan í djúpa dali og um voldug höf en vex jafnt og þétt þróttur. Vindurinn víkur hvergi þó hiti og kuldi hefti för
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.