Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2015, Síða 113

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2015, Síða 113
G ó ð a l í f s e m m é r e r g e f i ð TMM 2015 · 2 113 margbreytileika náttúrunnar myndar hún litvana skordýr í gráu og allslausu umhverfi. Kvikmyndatónlistin er frumsamið verk vinar. Stundum ljær hún skordýrunum rödd sína og spinnur upp sögur af þeim. Og hún málar. Hún málar ekkert nema tré – sum haustföl, dauðvona, litverp og sorgbitin, en önnur tróna tigin um vor. Þau standa sína daglegu vakt á götunni og selja listaverkin. Endrum og sinnum eru myndirnar hennar sýndar á undirheimabörum eða í framsæknum listasöfnum. Það litla sem þau öngla saman fer nær óskert í fixið. Vonbjartur: „Mat getum við stolið, húsaleigunni getum við frestað.“ Nú liggja þau þarna, í skítugu ástarhreiðri, foreldrar mínir vímaðir, Von- bjartur og Líf. Kaldhæðni örlaganna neitar þeim um sómasamlegt líf en með bjartsýni og von eru þau ekki á hjarni. „D … Díana? Nei. Mér finnst hún eigi að heita einhverju stórbrotnu. Kannski Demanta. Reginbjarta, rótsterka, rammgera Demanta.“ Hún er aum og afundin en reynir samt að hlæja. „Demanta er ekki nafn,“ segir hún sigri hrósandi. Hann langar til að brosa. „Það er nafn ef ég segi það.“ Nú er hljótt um stund. Hann kveikir sér í sígarettu sem hann reykir upp til agna en drepur svo í henni í öskubakka sem hann bjó sjálfur til. Platan brakar í sátt við allt og alla og hljóðvarpar dýrð hinna dansandi engla. Vonbjartur: „Dansaðu við mig.“ (skipandi) Víman nálgast hámark og sama er að segja af Fred og Ginger sem ymja undir nálinni. „Skuggarnir dansa í Demöntu,“ sönglar hún, svo stendur hún tígullega upp og réttir honum höndina. Þau dansa nakin og innilega. Hann heldur henni þétt upp að sér og starir svo ákaft í augu henni að hann sér liti og lögun sálarinnar. Sál hennar er eins og fugl á litskyggnu, hugsar hann. Kannski er hún kráka, en ekki svört eða af illri rót. Björt og bjartsýn kráka sem flýgur af eldmóði án þess þó að bifast – eins og fjúk í fárviðri og fuglarnir minna á málverk hangandi málverk sem eru hengd upp á himininn.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.