Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2015, Síða 132

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2015, Síða 132
Á d r e p u r 132 TMM 2015 · 1 iðulega með því að báðir aðilar eru jafn sannfærðir um ágæti eigin skoðana og áður – til þess var líka leikurinn gerður; að herða sig. Það sem einkennir þessar kerfis- bundnu þankaskekkjur er að við erum allsendis ómeðvituð um það þegar þær hafa áhrif á hugsun okkar og erum væg- ast sagt treg til að gangast við því að okkar viðhorf og ákvarðanir geti mögu- lega verið undir áhrifum frá þessum þankaskekkjum – þó við séum fús til að samþykkja að slíkt geti átt sér stað hjá öðrum. Þetta ástand leiðir til þess að þeir sem telja að stjórnmál snúist um völd og að koma höggstað á andstæðinginn eiga greiða leið inn á sviðið. Og hinir, sem gjarnan vilja stunda gagnrýna umræðu hafa ekki tækin, hvorki þjálfunina né rannsóknirnar, til þess að byggja sinn málstað á. 3. Mig langar undir lokin að leggja til þrennt sem við getum gert til þess að hressa uppá stjórnmálaumræðuna. Engin lausnin er skyndilausn. Fyrst tel ég nauðsynlegt fyrir þroska íslenskrar stjórnmálaumræðu að við styrkjum stjórnsýsluna. Í kjölfar hruns- ins var mjög kallað eftir því að nauðsyn- legt væri að styrkja löggjafarvaldið, en ég tel í raun mikilvægara að við styrkj- um framkvæmdavaldið, ráðuneyti og stofnanir, svo hægt sé að bæta rann- sóknir og aðra bakgrunnsvinnu í aðdraganda laga- og reglugerðasetning- ar, og styrkja stoðir nauðsynlegrar eftir- fylgni. Í öðru lagi þarf að eiga sér stað aukin þjálfun í að hugsa um og ræða opinskátt og gagnrýnið um hugmyndir, þar er ábyrgð okkar háskólakennaranna heil- mikil, en byrja þarf í grunnskóla og for- eldrar þurfa að axla þessa ábyrgð við eldhúsborð heimilanna. Í þriðja lagi þurfum við öll sem ræðum stjórnmál, hvort sem við gerum það í krafti embætta, í fjölmiðlum eða á kaffistofunni, að gangast við því að þankaskekkjur á borð við oftrúna á sjálfum okkur og naíva raunhyggju, þjaka okkur eins og aðra. Rannsóknir hafa sýnt að hægt er að draga úr skekkj- unum með því að knýja fólk til að setja sjálft fram önnur möguleg sjónarmið, velta fyrir sér með hvaða hætti það gæti mögulega haft rangt fyrir sér. En þetta geta aðrir ekki gert fyrir okkur, því þá hlustar fólk ekki heldur herðist enn frekar í fullvissunni um ágæti eigin skoðunar. Þó að ákveðnar séríslenskar aðstæður geti hafa ýtt undir ákveðna tegund af umræðuhefð, er engin ástæða til að ætla að við getum ekki þroskað hana inná heillavænlegri brautir. Traust til stjórn- málamanna er óvíða minna en hér á landi en alþjóðlegar rannsóknir hafa engu að síður sýnt að traust til náungans er hér hærra en víðast hvar og stjórn- málaáhuginn er meiri. Þetta er heldur betur gott veganesti inn í vegferð að bættri umræðuhefð. Við höfum nú í 120 ár haft áhyggjur af íslenskri stjórnmálaumræðu. Hún mun ekki breytast á morgun, en með því að leggja rækt við faglegt og kröftugt framkvæmdavald, kennslu í því að tala um hugmyndir og loks meðvitund um eigin breyskleika þegar kemur að þankaskekkjum – þá getum við byrjað að tala, eða ætti ég kannski að segja hlusta – af viti.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.