Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2015, Side 138

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2015, Side 138
D ó m a r u m b æ k u r 138 TMM 2015 · 1 búnar en einmitt hún, burtséð frá hinum trausta ósýnilega vini. Öll þessi fjölskylduhjörð fær sitt pláss í sögunni og athygli hins alvitra sögu- manns. Við skyggnumst inn til þeirra allra. Það sama gildir um sálfræðinginn Snæfríði, sem segja má að standi á jaðri fjölskyldunnar. Fljótlega kemur í ljós að samband hennar við Bernharð, föður Péturs, var annað og nánara en að hafa einungis verið námsmær með stjörnur í augum yfir visku og lærdómi prófess- orsins, Sjálf hefur hún kosið barnleysi og einlífi og kynnin af fjölskyldu hins gamla ástmanns hreyfa við henni á ýmsan hátt. Og fáum líka að fylgjast með fólkinu í kringum þau. Vinnu- og leikfélögum, hótelgestum og öðrum, sem gefa tilfinn- ingu fyrir lífsháttum og stemmingu sem ríkir í smábæ af þessu tagi. Hvernig er að búa þar og hvernig er að takast á við áföll þar. Sú lýsing tekur ekki mikið pláss á síðunum 259 en er alltaf sann- færandi og aldrei klisjuborin. III Hann horfði lengi á mig og mér fannst eins og hann væri að reyna að sjá hvernig mér leið svo ég gerði mig ennþá glaðlegri í framan. Á meðan hann horfir á þig ertu María mey (1998) Englaryk er fjölskyldusaga. Þó Alma fái eðlilega mesta rýmið fá allir sitt pláss hér, á sama hátt og allir fá sína prívat- stund hjá Snæfríði. Nema reyndar ein- farinn Sigurbjartur. En á móti kemur að lesandinn fær tvö ákaflega falleg ein- rúmsatriði með honum. Eftir fyrsta lestur Englaryks var það sem stóð sterkast eftir hjá þessum les- anda ein og hálf blaðsíða þar sem Sigur- bjartur tekur utan af jólagjöf frá pabba sínum, sem hann þekkir sama og ekk- ert. Í einrúmi í herberginu sínu. Alveg látlaus lýsing, og löngu föst venja, fáum við að vita. Samt eitthvað svo fallega angurvært. Fyrir vikið verður hálfu meira áfall þegar Snæbjörn deyr brenni- vínsdauða á þessum sama prívatstað. Og hin vel heppnaða sveindómssvipt- ing Sigurbjarts – og lærdómar hans af henni – er annar hápunktur Englaryks. Þetta eru ekki alltaf fyrirferðarmiklar myndir sem við fáum af fólkinu. Anton litli fær ekki mikið pláss, en við vitum að kannski hafa uppátæki systur hans einna mest áhrif á hans félagslíf. Því er eftirminnilega lýst þar sem við fylgjum Antoni eftir á jólatrésskemmtun bæjar- ins þar sem hann býður helstu bekkjar- töffurunum birginn, þeim sömu og voru næstum tilbúnir að samþykkja hann í sinn hóp. Við getum alveg leyft okkur að finna brjóstkassann „lyftast af sjálfs- dáðum“ eins og Anton upplifir þegar Snæfríður hrósar honum fyrir hugrekk- ið. Og njóta þess að fylgjast með opnun jólapakkanna með honum, þar sem athyglin er fyrst og síðast á því hvernig hinir upplifa gjafirnar frá honum. Lítill krakki að föndra jólagjafir handa fjölskyldunni. Unglingsstelpa í sundi með vinkonu sinni. Strákur á barmi fullorðinsáranna að sofa hjá í fyrsta sinn. Hjón að gera upp framhjá- hald. Drukkinn prestur. Skólaleikrit. Og einhversstaðar skammt undan: Kristur. Þetta ætti auðvitað að vera frekar leiðinlegt. Allt þetta vel gerða fólk að glíma meira og minna farsællega við til- tölulega viðráðanleg vandamál. En er það ekki. Vegna þess að vegakort Guð- rúnar Evu er vegakort tilfinninganna, og þetta fólk er tilfinningalega sprelllif- andi. Hér er Alma með Antoni: Anton lauk við eggin og tómatsósuna.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.