Tímarit Máls og menningar - 01.11.2015, Page 5
S j ö t í u þ ú s u n d h u g s a n i r
TMM 2015 · 4 5
hvað heitir mamma þín, hvað heitir pabbi þinn, áttu systkini, hvað heita
þau og hvar í röðinni ertu fædd og hvar ólstu upp?
Þakka þér fyrir að bjóða mér, ég er fædd í Reykjavík, númer fjögur í röð
fimm systkina en það er einmitt sú röð sem sögð er gefa mest frelsi, að
vera ósýnilega barnið hentaði mjög vel minni frelsisþörf. Foreldrar mínir
heita Sigríður Ingimundardóttir og Ólafur Tryggvason en pabbi lést fyrir
tólf árum. Við bjuggum fyrst við Sóleyjargötuna, svo fluttum við í nýtt
úthverfi, þar sem maður ólst upp við stillansa, plast í gluggum, sandhrúgu á
stofugólfinu og moldarhauga í görðum, það var verið að byggja upp borgina,
eins og þeirra kynslóð gerði; í tíu, fimmtán ár man ég eftir foreldrum mínum
með múrskeið, sög og pensla á lofti. Eftir að faðir minn kom úr vinnunni
hófst hann handa við að naglhreinsa timbur og eftir það spilaði hann á
Steinway píanóið í tvo tíma. Uppáhaldstónskáldið hans var Beethoven.
Hvenær ertu fædd ef ég má spyrja?
29. apríl 1958. Naut.
Auður Ava. Teikning: Kristín Ómarsdóttir