Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2015, Qupperneq 7

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2015, Qupperneq 7
S j ö t í u þ ú s u n d h u g s a n i r TMM 2015 · 4 7 fór ég ofsalega langa ferð hinum megin á hnöttinn eða alla leið suður til Danmerkur og plukkede jordbær í heilt sumar. Þörfin fyrir að fara burt til að koma aftur fylgir þeim sem búa á eyju og er hluti af bókmenntaminni okkar: að fara burt til að vera sigldur. Mér fannst ég vera tilbúin að fara burt þegar ég var sjö ára, en ég var ekki tekin alvarlega; ég var enn svo lágvaxin, að ég leit út fyrir að vera barn. Þegar ég fór síðan alfarin að heiman eftir stúdents­ próf var ég orðin 1,71 sentímetrar á hæð í vegabréfinu. Þegar ég var unglingur fékk ég áhuga á tungumálum og lærði þessi venjulegu menntaskólamál: ensku, dönsku, þýsku, frönsku, svo keypti ég mér líka bók með kassettum sem hét: Teach yourself Italian og það var einmitt það sem ég gerði þegar ég var átján ára. Á sama tíma uppgötvaði ég tungumál sem leið inn í annan hugsunarhátt, að í sérhverju tungumáli byggi sérstök hugsun, þess vegna væri hvert tungumál jafn mikilvægt, hvort sem það væri talað af tvö hundruð þúsund manns eða tvö hundruð milljónum. Ég hef reyndar alla tíð haft áhuga á fámennistungumálum og almennt séð á öllu sem er ópraktískt. Ég byrjaði einhvern tímann að læra katalónsku og seinna basknesku. Varstu félagsvera, einfari? Ertu félagsvera, einfari? Já, ég er svona félagslyndur einfari. Mér finnst mjög gaman að vera innan um fólk en mér finnst líka fínt að vera ein. Varstu pabbastelpa? Mömmustelpa? Hvorugt? Ég var frekar sjálfstæð en hafði samt þörf fyrir þau bæði. Varstu trúuð? Ertu trúuð? Sko, ég er hérna einmitt með rósakrans sem er bænakeðja með krossi sem vinkona mín gaf mér fyrir stuttu. Ein perla fyrir hverja bæn. Ég á nokkra aðra, m.a. einn sjálflýsandi sem lýsir í myrkri. Trú byggir á persónulegri reynslu sem ekki er hægt að útskýra fyrir öðrum. Ég held að trú mín tengist andlegri leit í víðu samhengi. Hins vegar áttaði ég mig á því að ég væri kannski komin lengra í trúarlegum pælingum en almennt gengur og gerist, þegar ég hætti mér inn á það jarðsprengjusvæði að fjalla um trúarlegt efni í síðasta verkinu mínu sem var leikritið Ekki hætta að anda og var frumsýnt í janúar. Ég áttaði mig á að almennt séð skilur fólk jafnvel ekki gegnsæjustu trúarlegu vísanir. Hvað þá þegar þær eru komnar á „stig tvö“ í samtímabúning umhverfismála með guðshugmynd sem stígur niður til jarðar sem sameiginlegur sæðisgjafi fjögurra kvenna! En eins og myndlistarkonan Steina Vasulka segir og mér þykir svo fallegt: þegar maður gerir eitthvað í listsköpun sem kemst ekki til skila á þann hátt sem maður vill, þá á maður í næsta verki að gera meira úr því sem aðrir töldu galla verks! Leikritið fékk einkunn á skalanum fjórar stjörnur til fjögurra hauskúpna og í Djöflaeyjunni í sjónvarpinu stystu umfjöllun í sögu íslenskrar leikritunar; átján sekúndur!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.