Tímarit Máls og menningar - 01.11.2015, Page 10
K r i s t í n Ó m a r s d ó t t i r
10 TMM 2015 · 4
En hvaða orð er ekki í uppáhaldi hjá þér?
Ómöguleiki.
Hvað gerir þig glaða?
Vera á lífi, vera til, mér finnst ótrúlega gaman að hafa fengið að prófa að
vera til, mikið ævintýri.
Hvað gerir þig dapra?
Þjáningar annarra.
Af hvernig hljóðum hrífstu?
Fyrir utan hjal í ungabarni hrífst ég helst af svona náttúruhljóðum, fossum
og fuglum, og já og af þögninni. Er ekki þögnin antíhljóð, andhljóð? Mig
minnir að Atli Heimir hafi sagt að Guð byggi í þögninni, tónskáldið ætti að
vita það.
Og hvaða hljóð þolirðu ekki?
Heilinn í mér á erfitt með ýmis rafhljóð, farsímahringingar í leikhúsi
og kassapíp í matvöruverslun, þótt mín þjáning sé ekki jafn stór og starfs
fólksins. Og ég man eftir nokkurra klukkustunda erfiðri ferð í lestarklefa á
Ítalíu þar sem allir farþegarnir, bókstaflega allir, töluðu ferðina á enda mjög
hátt í farsímana sína.
***
Ertu gift?
Nei.
Áttu börn? Hvað heita þau og viltu segja mér hvernig þau hafa mótað líf
þitt og haft áhrif á það?
Já, ég á tvær dætur: Melkorku Sigríði og Arndísi Lóu Magnúsdætur. Þær
eru stóru áhrifavaldarnir í lífi mínu. Það er þrennt sem hefur komið mér
mest á óvart við að eignast börn: í fyrsta lagi hvað það er mikil vinna þegar
þau eru lítil, það er sólarhringsvakt og ef maður er ekki á vakt er maður á
bakvakt, í öðru lagi að börn eru sjálfstæðar mannverur, alveg ný eintök, alls
ólík foreldrum sínum, og í þriðja lagi hvað maður lærir mikið af þeim. Og í
fjórða lagi má bæta við að þau verða vinir manns þegar þau stækka sem kom
mér mjög skemmtilega á óvart.
Viltu segja mér frá skólagöngunni?
Eftir stúdentspróf frá Menntaskólanum við Sund fór ég til Ítalíu að læra
listfræði en ákvað strax fyrsta veturinn þar að færa mig til Parísar. Það þurfti