Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2015, Síða 27

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2015, Síða 27
S í s í f r í k a r ú t TMM 2015 · 4 27 útgáfur koma fram á sjónarsviðið og ætla að leysa málið með því að gefa út stráka legar myndabækur, hér mætti til dæmis nefna bókaflokkana tvo um Jóa kassa (útg. Jói­kassi útgáfa) og Kalla kalda (útg. Vefboxið). Hvort tveggja eru þunnar, ódýrar kiljur fyrir leikskólaaldurinn þar sem aðalpersónurnar eru ímynd karlmennskunnar. Kalli kaldi staðfestir rækilega staðalmyndir kynjanna; mamman sér um mat, innkaup og barnapössun en afi keyrir bíl og fer á veiðar. Í fyrra tóku nemendur mínir í barna­ og unglingabókmenntum við Háskólann á Akureyri þátt í norrænu verkefni um kynjamyndir í mynda­ bókum (sjá genustest.no). Í athugun í tengslum við þetta verkefni kom í ljós að börn á leikskóla völdu sér bækur eftir því hvort þau héldu að þær væru fyrir sitt kyn og dæmdu þá út frá útliti, lit og söguhetju. Bæði stelpurnar og strákarnir sögðu hins vegar að þeim þættu strákabækurnar skemmtilegri vegna þess að það gerðist meira í þeim og þær væru meira spennandi. Viðhorf barna til bókmennta mótast frá fyrsta kjöltulestri. Strax á leik­ skólaaldri hafa börn áttað sig á því að strákar eru oftar í aðalhlutverki og hafa myndað sér þá skoðun að bækur um stráka séu skemmtilegri en bækur um stelpur. Eigi okkur að takast að jafna viðhorf kynjanna til lestrar verðum við að hugsa um lestur sem uppeldismál; að mata börnin ekki á staðalmyndum, hvorki í bókum né í umræðunni um lestur. Kynjahlutföllin í vönduðum íslenskum myndabókum eru mun jafnari en í þýddu bókunum. Stóra vandamálið sem við stöndum frammi fyrir núna er að hrunið breytti myndabókamarkaðnum, eins og Margrét Tryggvadóttir benti á í júníhefti TMM á þessu ári. Stóru forlögin hafa dregið saman seglin, minna er gefið út af vönduðum íslenskum myndabókum. Hér er enn einn möguleikinn á skynsamlegri nýtingu fjármuna til að ala upp bókaorma. Ef við vöndum ekki til verka handa yngstu börnunum eru minni líkur á að þau laðist að lestri. Samstarf og fyrirmyndir Ég held að það séu bókstaflega allir sammála um mikilvægi þess að efla lestur barna. Út um allt land má finna fólk sem vinnur að lestrarhvatningu. Hjálparsveit skálda steig fram 2011 og í kjölfarið stóð hópur rithöfunda fyrir málþingi um lestrarvenjur barna í Norræna húsinu í janúar 2012. Barna­ bókasetur Íslands var stofnað í febrúar 2012 og hefur staðið fyrir ýmsum lestrarhvetjandi verkefnum. Rithöfundasambandið heldur utan um verk­ efnið Skáld í skólum. IBBY samtökin gáfu öllum fyrstubekkingum á landinu bók í haust með aðstoð Lionshreyfingarinnar sem einnig hefur sett lestur barna á verkefnalista sinn. Einstaklingar hafa ekki látið sitt eftir liggja, Þor­ grímur Þráinsson lét hanna veggspjöld með lesandi íþróttahetjum og Ævar vísindamaður stendur fyrir lestrarátaki. Kennarar allt upp í framhaldsskóla hafa áhyggjur af slöku lestrarúthaldi nemenda sinna og beita ýmsum ráðum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.