Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2015, Side 33

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2015, Side 33
Þ e t t a á a ð v e r a F Ó T B O LT A B Ó K ! TMM 2015 · 4 33 Frá séra Friðrik til samtímans Fótbolti og bækur, sérstaklega bækur fyrir stráka, hafa lengi átt samleið í íslenskum barnabókum þótt saga þeirra sé vissulega nokkuð bláþráðótt fram á síðustu ár. Fyrsta íslenska bókin af þessu tagi kom út árið 1931. Hún hét Keppinautar. Knattspyrnusaga og var gefin út af Knattspyrnu­ félaginu Val. Höfundurinn var stofnandi félagsins, séra Friðrik Friðriksson. Í Keppinautum er sögð saga af stofnun knattspyrnufélags KFUM á sléttum Bandaríkjanna og átökum sem spretta af því að únítarar, eða öllu heldur trúlausir menn, eins og þeir eru kallaðir í sögunni, stofna annað félag í bænum til höfuðs hinum kristilegu ungu mönnum. Sagan ber samtíma sínum og höfundi skýrt vitni. Átökin reynast rista grunnt og allir samein­ ast í guðsótta og góðum siðum að lokum. Í bænum Watertown virðast búa eintómir karlmenn, eina konan sem kemur þar við sögu er móðir einnar af aðalpersónunum sem ekki er einu sinni nefnd með nafni.1 Eftir að bók séra Friðriks kom út leið raunar nokkuð langur tími þar til út kom frumsamin fótboltabók á íslensku. Árið 1964 sendi Þórir S. Guð­ bergsson frá sér bók sem nefnist Knattspyrnudrengurinn. Saga um drengi í starfi og leik. Hún er snoðlík bók séra Friðriks, engin kvenpersóna kemur fram undir nafni og kristindómurinn er alltumlykjandi. Nokkrar merkar þýðingar á fótboltabókum litu þó dagsins ljós á eftirstríðsárunum, hér má nefna (einkum vegna persónulegrar nostalgíu) bækur eins og Ellefu strákar og einn knöttur eftir þýska kommúnistann Hans Vogt, sem meðal annars vann sér til frægðar að gerast flugumaður innan nasistaflokksins á stríðsár­ unum, að ógleymdum bókunum um Hæðargerði eftir Max Lundgren, en tvær af fjórum bókum í þessum fræga sænska bókaflokki komu út árin 1974 og 75 í þýðingu Eyvindar P. Eiríkssonar. Ævisögur fótboltamanna hafa líka lengi verið vinsælar, Jónas frá Hriflu reið á vaðið með ævisögu Alberts Guðmundssonar árið 1957 og síðan hefur komið út töluverður fjöldi slíkra sagna, bæði frumsaminna og þýddra. Nú síðast hefur Illugi Jökulsson sent frá sér bókaflokk þar sem fjallað er um skærustu fótboltastjörnur sam­ tímans, Messi, Ronaldo og Zlatan Ibrahimovic að ógleymdum „villingnum“ Balotelli. Nýjasta bókin í ritröð Illuga fjallar svo um bestu knattspyrnukonur heims. Það er auðvitað ekki hægt að fjalla um fótbolta og bækur án þess að nefna Þorgrím Þráinsson og bækur hans fyrir börn og unglinga. Allt frá fyrstu bók Þorgríms, Með fiðring í tánum sem kom út árið 1989, til Núll, núll 9 frá 2009, hafa þær notið fádæma vinsælda hjá unglingum. Raunar hefur vægi fótboltans smám saman minnkað í bókum Þorgríms og í þríleiknum sem lýkur með Núll, núll 9 víkur hann smám saman fyrir öðrum viðfangsefnum. Bækur Þorgríms hafa höfðað til íslenskra unglinga, bæði stráka og stelpna. Eins og Silja Aðalsteinsdóttir hefur bent á gera fyrstu fótboltabækur Þorgríms þetta með því að ganga inn í algerlega hefðbundnar kynjastaðalmyndir.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.