Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2015, Qupperneq 34

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2015, Qupperneq 34
J ó n Yn g v i J ó h a n n s s o n 34 TMM 2015 · 4 Draumar strákanna snúast um að sigrast hver á öðrum í fótbolta til þess að vinna hylli stelpnanna sem þekkja „vart muninn á marki og bolta“ en láta sig dreyma um hamingjuna í „tilfinningaríkum samskiptum kynjanna“. Svið kynjanna eru skýrt afmörkuð og stelpur sem spila fótbolta fara yfir þau mörk og þykja ekki eftirsóknarverðar í heimi sagnanna.2 Dulrænir atburðir, skyggni, berdreymi og draugagangur eru nokkuð algengir í bókum Þorgríms. Að þessu leyti eiga fótboltabækur Gunnars Helga sonar ýmislegt sameiginlegt með bókum Þorgríms. Þar er líka fjallað um samskipti kynjanna á unglingsárum og dulrænir atburðir setja svip sinn á bæði atburðarásina og ekki síður frásagnaraðferð bókanna um Jón Jónsson Þrótt ara. Að öðru leyti eru bækur Gunnars Helgasonar gagnólíkar bókum Þor gríms eins og síðar verður komið að. Stráka­ og stelpubækur? Hér er ekki rúm til að kafa dýpra í sögu íslenskra fótboltabókmennta fyrir börn en það er óhætt að fullyrða að þær hafa fram á síðustu ár verið algerar strákabækur þar sem ekki er efast um hefðbundin hlutverk kynjanna og þeir sem sýna merki þess að víkja frá þeim, sterkar stelpur eða kvenlegir strákar eru fyrst og fremst uppspretta brandara. Þess vegna þarf það ekki að koma á óvart þótt einhverjum verði það á að setja bækur Gunnars Helgasonar fyrirvaralaust í sama flokk og ég hef reyndar rekið mig á það oftar en einu sinni að fólk sem ekki hefur lesið Fótboltasöguna miklu – og þekkir kannski ekki börn sem hafa gert það – heldur einmitt að þetta séu bara bækur um stráka í eilífum fótbolta, bækur sem ýti undir staðalmyndir og kynjaskiptingu. En stundum leitum við langt yfir skammt að slíkum staðalmyndum; þær er ekkert síður og stundum miklu fremur að finna í væntingum okkar en í bókunum sjálfum. Höfundurinn virðist hafa verið ágætlega meðvitaður um þetta strax þegar fyrsta bókin kom út. Hann sagði í viðtali við Börk Gunnarsson á mbl. is: „Annars halda allir að þetta sé strákabók, en þetta er það ekki, þetta er fótboltabók og það eru bæði strákar og stelpur í fótbolta.“3 Staðreyndin er sú að í Fótboltasögunni miklu, einkum frá og með bók númer tvö, Aukaspyrnu á Akureyri, er ýmislegt gert til að vinna á móti því að bækurnar detti í það fyrirsjáanlega far að vera hreinræktaðar strákabækur. Þar kemur Rósa til sögunnar, fótboltastelpa sem æfir með Fylki og vekur nýjar tilfinningar í brjósti aðalsöguhetjunnar og sögumannsins. Í næstu bók, Rangstæður í Reykjavík, er sviðið REYCUP, alþjóðlegt fótboltamót fyrir unglinga sem haldið er í Laugardalnum á hverju sumri. Þar spila bæði kynin og einn af hápunktum sögunnar er REYCUP­ballið þar sem hormónaflæðið og gelgjan sem einkenna bókina nær hámarki. Stelpurnar sem Þróttarstrák­ arnir kynnast þar koma líka við sögu í síðustu bókinni, Gula spjaldinu í Gautaborg, þar sem þær taka þátt í stærsta alþjóðamóti barna og unglinga
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.