Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2015, Síða 38

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2015, Síða 38
J ó n Yn g v i J ó h a n n s s o n 38 TMM 2015 · 4 nokkuð einföldu ávarpi. En sögurnar sýna að slíkt ávarp má nota til að segja flókna sögu. Slík frásögn getur verið leið til að nálgast unga lesendur, skapa nánd milli sögumanns og lesanda sem gefur færi á að fjalla um viðkvæm mál og erfið. Þetta er einmitt raunin með Fótboltasöguna miklu. Sá sögu­ höfundur sem er að baki Jóns er sjaldan sýnilegur og þótt fullorðnir lesendur geti vitanlega séð sitthvað með öðrum augum en þeir yngri er langt frá því að tvíþætt ávarp sé ríkjandi í sjónarmiði sögunnar eða málfari, þvert á móti. Sjónarhornið er (með örfáum undantekningum) algerlega hjá Jóni og mál­ beitingin er í samræmi við aldur hans. Í greiningu á sögumannsrödd skiptir ekki einungis máli hvaða lesandi er ávarpaður í sögunni, það skiptir líka máli hvernig það er gert og hvaðan. Hér skiptir það sem nefnt er tímasjónarmið í frásagnarfræði töluverðu máli, það hvernig sambandinu á milli sögutíma og frásagnartíma er háttað. Við greiningu á tímasjónarmiði er meðal annars spurt hversu langur tími líður milli atburða sögunnar og frásagnarinnar, hvort sagt er frá í réttri tímaröð eða með fram­ og afturgripum og hvort sagt er einu sinni frá atburðum eða endurtekið.12 Þegar tímasjónarmið og aðrir þættir frásagnarinnar í Fótboltasögunni miklu eru greindir kemur í ljós að hún er, allt frá upphafi til enda, það sem kanadíski bókmenntafræðingurinn Andrea Scwhenke Wyile kallar „immediate engaging“ og kalla má á íslensku nálæga og aðlaðandi frásögn.13 Hún er nálæg í tíma þannig að Jón segir sögu sína mjög skömmu eftir að hún gerist og hún er aðlaðandi í þeim skilningi að lesandi á auðvelt með að samsama sig sögumanni, sagan „umfaðmar“ lesandann svo notað sé orðalag frá Wyile. Þessi sögumannsaðferð er mjög algeng í barnabókum en sjaldgæfari í skáldsögum fyrir fullorðna. Í fyrstu persónu frásögnum fyrir fullorðna lesendur er algengara að tímasjónarmiðið sé með þeim hætti að sögumaður líti til baka, rifji upp atburði úr æsku sinni og sjái þá með augum þess sem hefur öðlast aukinn þroska. Þessa aðferð þekkjum við úr íslenskum sjálfs ævi­ sögu legum skáldsögum frá Fjallkirkju Gunnars Gunnarssonar til Ósjálfrátt eftir Auði Jónsdóttur svo augljós dæmi séu nefnd. Slík sögumannsaðferð er ein helsta uppspretta margræðni og íróníu í skáldsögum af þessu tagi þar sem sögumaður getur sett sitt yngra sjálf á svið og gert góðlátlegt grín að eigin vanþroska og skilningsleysi á aðstæður. Í bókum fyrir börn og unglinga getur hún á hinn bóginn orðið til þess að fjarlægja aðalpersónuna frá lesendum. Fullorðinn sögumaður kemur upp á milli lesandans eða þess sem ávarpaður er í textanum annars vegar og aðalpersónunnar hins vegar. Hin nána og aðlaðandi frásagnaraðferð Fótboltasögunnar gefur fá færi á slíkri íróníu. Jón sér sjálfan sig með augum barns, hann skrifar sögu sína ekki jafn óðum en það líður greinilega ekki langur tími á milli frásagnartíma og sögutíma. Hann er því enn á sama þroskastigi og þegar atburðirnir gerast og hann veit t.d. ekki þegar fyrstu bókinni lýkur hvað tekur við í þeirri næstu.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.