Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2015, Qupperneq 39

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2015, Qupperneq 39
Þ e t t a á a ð v e r a F Ó T B O LT A B Ó K ! TMM 2015 · 4 39 Jón er ekki nema níu ára þegar atburðir fyrstu bókarinnar gerast og hann skrifar bókina strax í kjölfarið. Í annarri bók flokksins, Aukaspyrnu á Akur­ eyri, er hann orðinn 11 ára. Á fyrstu síðu upplýsir hann okkur um að hann sé höfundur fyrri bókarinnar: „Fyrir tveimur árum fórum við Þróttararnir til Vestmannaeyja og lentum í ótrúlegustu ævintýrum. Ég skrifaði meira að segja bók um þá ferð sem heitir Víti í Vestmannaeyjum.“14 Í Fótboltasögunni miklu er sem sagt látið eins og Jón sé ekki bara sögumaður bókanna heldur er hann líka höfundur þeirra bóka sem út eru komnar. Þar með nær sögumannshlutverk hans til bókanna allra, ekki bara frásagnarinnar. Sem slíkur beitir Jón líka óspart öðrum aðferðum en einföldum texta við skrifin. Myndirnar í bókunum eru sumar hefðbundnar myndskreytingar atburða, vignettur í upphafi kafla og skemmtileg útfærsla á blaðsíðutölum og fleira í þeim dúr. En inn á milli eru myndir sem Jón sjálfur vísar til, þær sýna liðin sem Jón spilar með, leikkerfi og einstök atvik úr leikjum liðanna (AáA, 9). Jón er ágætlega að sér í frásagnarfræði miðað við aldur og beitir ýmsum brögðum sem þekkt eru úr bókmenntaheiminum til að sýna lesandanum á spil sín og gera grein fyrir aðferðum sínum við að segja sögu. En hann leitar fanga víðar. Krakkar af kynslóð Jóns eru auðvitað alin upp við kvikmyndir á geisladiskum og þeim fylgir iðulega aukaefni af ýmsu tagi, viðtöl við leikara og leikstjóra, burtklipptar senur, heimildamyndir um gerð myndarinnar og fleira í þeim dúr. Jón er enginn eftirbátur kvikmyndafyrirtækja að þessu leyti. Öllum bókunum fylgir ítarlegt aukaefni þar sem farið er í saumana á einstökum atvikum í leikjum stráka og stelpna á mótunum sem lýst er í meginsögunni, úrslit eru tíunduð og einnig má finna þar atriði sem ekki rata inn í meginsöguna. Í fyrstu bókinni er þannig birt viðtal sem ónefndur heimildamyndagerðarmaður tekur við Jón og félaga hans og í Rangstæður í Reykjavík fær íþróttafréttamaðurinn Guðjón Guðmundsson að leika lítið aukahlutverk þar sem hann tekur viðtal við stelpur úr Fylkisliðinu, þeirra á meðal Rósu. Jón vísar líka iðulega til þessa aukaefnis, fyrst snemma í fyrstu bókinni. Ef þið viljið fá að vita meira um strákana í liðinu þá er allt um þá í aukaefninu aftast í bókinni, á blaðsíðu 253. Ég mæli reyndar með því að þið kíkið á það. Aukaefnið er alltaf skemmtilegt!15 Aukaefnið er líka upplýsandi fyrir lesandann, bæði um Jón sem sögumann og höfund og um fótbolta almennt. Rangstöðureglan, sem hefur vafist fyrir mörgum áhorfandanum, bæði í leikjum barna og fullorðinna, er til dæmis skýrð í aukaefninu sem fylgir Rangstæður í Reykjavík (302–04). Jón er ekki bara á heimavelli þegar kemur að fjölbreyttum aðferðum við að miðla efni og aukaefni. Hann er líka ágætlega fróður og vel lesinn. Stundum notar hann tækifærið til að sýna þetta og fræða lesendur sína:
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.