Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2015, Qupperneq 40

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2015, Qupperneq 40
J ó n Yn g v i J ó h a n n s s o n 40 TMM 2015 · 4 Leikurinn byrjaði. Við vorum ekkert verri en Fjölnismenn (Fjölnismenn eru reyndar nafn yfir annan félagsskap sem var til átjánhundruð og eitthvað og snerist ekki um fótbolta heldur um sjálfstæðisbaráttu Íslendinga og ljóðlist … hvernig sem það fer nú saman!?). (VV110) Jón fer létt með að stinga sjálfum sér sem sögumanni og höfundi í samband við hefðina og minnir um leið einu sinni enn á það að við erum að lesa skáldsögu og hann er höfundur hennar. Fótboltasagan mikla er með öðrum orðum sögusögn (e. metafiction) eða saga sem fjallar öðrum þræði um eigin tilurð og minnir reglulega á að hún er skáldsaga. Sögur af þessu tagi eiga sér auðvitað langa sögu í bókmennta­ sögunni en undanfarin hundrað ár eða svo hafa þær oft verið tengdar við tilraunamennsku í bókmenntum, allt frá Gustave Flaubert til skáldsagna póstmódernismans.16 Sögusagnir einkennast oft af því að þær vekja með lesandanum ákveðna óvissu um samband skáldskapar og veruleika, um möguleikann á því yfirhöfuð að lýsa veruleikanum í frásögn. Slíkar sögusagnir eru þá taldar hafa það fram yfir hefðbundnari frásagnir að þær vinni á móti algerri innlifun lesandans sem geti haft þau áhrif að lesandinn gangist inn á hugmyndir og hugmyndafræði sögunnar gagnrýnislaust.17 Sjálfsvísanir í barnabókmenntum hafa gjarnan verið greindar á svipuðum nótum. Fræðimenn á sviði barnabókmennta hafa hampað slíkum sögum á kostnað hefðbundnari frásagna vegna „róttækra eiginleika þeirra og möguleika til að ýta lesendum úr þeirri þægilegu og barnalegu stöðu sem aðrir [fræðimenn] hafa kvartað yfir.“18 Að mati bandaríska bókmenntafræðingsins Joe Sutliff Sanders er þessi upphafning sögusagnanna og róttækni þeirra þáttur í viðleitni barna­ bókmenntafræðanna til að fjarlægja bókmenntagreinina frá því að vera álitnar fræðslu­ og uppeldisbókmenntir eingöngu. „Í sífelldri viðleitni sinni til að greina sig frá boðunarhyggju hafa barnabókmenntafræðin fagnað róttækum möguleikum sögusagna ákaft.“19 Sanders andmælir þessari einföldun á hlutverki sögusagna í barnabókum og bendir á hvernig slíkar sögur geti haft önnur áhrif á lesandann en að gera hann róttækan og efins um yfirvald hinna fullorðnu, ekki síst þau að gera hann bæði gagnrýninn sem lesanda og betur færan um að njóta þess sem hann les.20 Staða Jóns sem sögumanns og höfundar bókanna ásamt hinni aðlaðandi og nálægu sögumannsrödd gerir það að verkum að í Fótboltasögunni miklu er allt á forsendum barna. Þetta er undirstrikað með málnotkun sögunnar og húmor sem er oft barnslegur án þess að það verði nokkurntíma banalt. Í upphafi fyrstu bókar lýsir Jón fjáröflun strákanna fyrir ferðina sem felst í því að selja klósettpappír og lakkrís eins og flestir foreldrar fótboltakrakka munu kannast við:
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.