Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2015, Blaðsíða 47

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2015, Blaðsíða 47
H i n g u l a s t r ö n d S i n b a ð s TMM 2015 · 4 47 selskapsmaður og sagnamaður. Hann undi sér best í hópi annarra lista­ manna, menningarvita og bóhema, þar sem málsnilld og hugmyndaauðgi voru í meiri metum en sjálfsagi og iðjusemi. Prestssonurinn var fríþenkjandi guðleysingi með hausinn fullan af kenningum um menningu, heimspeki og pólitík, og þurfti mikið að tjá sig. Þessi lífsmáti föðurins bitnaði vitaskuld á heimilisrekstri og fjárhag fjöl­ skyldunnar. Ekki bætti úr skák að tekjur hennar af jarðeignum á Írlandi rýrnuðu fljótt og hurfu loks alveg upp úr 1880. Fjölskyldan bjó lengstum á Englandi og stóð þar í sífelldum flutningum úr einu leiguhúsnæði í annað. Hún bjó alltaf við óvissu, stundum fátækt og skort. Þetta virtist þó lítið angra John Butler Yeats sem ofan á allt annað var líka óbilandi bjartsýnis­ maður. Hið sama verður ekki sagt um konu hans. Þetta var alls ekki það líf sem Susan hafði vænst þegar hún gekk að eiga stöndugan lögfræðistúdent. Baslið og óvissan fór illa með hana. Hún eignaðist sex börn á tíu árum, allan tímann með stórfelldar áhyggjur af fjárhag og afkomu fjölskyldunnar. Hún varð fljótlega þunglynd og þögul eins og hún átti kyn til. Hún var ekkert borgarbarn, hataði Lundúnir og saknaði Írlands og Sligo. Hún einangraðist á Englandi, eignaðist þar aldrei vini og fór helst ekki út úr húsi. Hjónaband hennar og Johns var aldrei hamingjusamt og tilfinningabönd hennar við börnin veiktust fljótlega. Hún fékk heilablóðfall fjörutíu og sex ára, lagðist í kör og lá þar til dauðadags þremur árum síðar. Við þessar aðstæður var bernska Williams enginn dans á rósum. Honum lynti líka illa við England og Englendinga. Í skóla var hann lagður í einelti og reglulega laminn af öðrum skólapiltum, enda tilvalinn skotspónn, fátækur, írskur og undarlegur. Hann glímdi við alls konar námsörðugleika og var stimplaður tossi. Ekki varð hann sæmilega læs fyrr en tíu eða ellefu ára eftir margra ára erfiði og ergelsi. Menn greinir á um það hvort hann hafi verið lesblindur.9 Hitt er víst að hann varð með tímanum mikill lestrarhestur, en alltaf skussi í stafsetningu og gat aldrei lært önnur tungumál en ensku, hvernig sem hann reyndi. Sjálfur útskýrði hann námstregðu sína svona: „Af því ég gat ekki einbeitt mér að ómerkari hlutum en eigin hugsunum var erfitt að kenna mér.“10 Yeats segir frá æsku sinni og uppvaxtarárum í bókinni Reveries of Child­ hood and Youth, sem hann skrifaði um fimmtugt.11 Þar sagðist hann muna fátt úr bernsku sinni nema sársauka, en bætti við: „Eymd mín var ekki annarra verk, heldur hluti míns eigin hugarheims.“12 En sama bók sýnir líka að æska hans var alls ekki eintómt volæði. Inn á milli komu góðar stundir sem alfarið tengdust Írlandi og fyrst og fremst sýslunni Sligo á vesturströnd landsins. Þar bjó móðurfólkið og þar dvöldust Susan og börnin flest sumur, sem og fjölskyldan öll frá júlí 1872 til októbermánaðar 1874. Afi og amma skáldsins voru William Pollexfen og Elizabeth, fædd Middleton. Þau bjuggu þar sem hét Merville í höfuðstaðnum Sligo. Þetta var stórhýsi með 14 svefn­ herbergjum, enda fjölskyldan fjölmenn, Susan átti sjö bræður og fjórar systur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.