Tímarit Máls og menningar - 01.11.2015, Page 49
H i n g u l a s t r ö n d S i n b a ð s
TMM 2015 · 4 49
hann að þarna hefði vaknað ævilangur áhugi hans á þjóðsögum.17 Sjálfur
varð hann var við hávaða og ljósagang sem aðeins var hægt að skýra með
öðrum tilvistarsviðum. Mörg sumur flæktist hann um sveitir Sligo með
frændfólki sínu og hestasveini afa síns og skynjaði landið sem vettvang
þjóðsagna og dyrnar að hinu dulræna.
Minningahöfn
Sýslan Sligo er á norðvestur Írlandi, í þeim landsfjórðungi sem nefnist
Connaught. Landslag sýslunnar er fjölbreytt, flatlendi mikið og akrar nær
sjónum en fjöll í uppsveitum. Inn á milli eru breiðir dalir með stöðuvötnum
og mörgum ám, sem eru „að vísu ekki vatnsmiklar en færa landslaginu
rómantíska fegurð …“18 Nafnið Sligo er komið úr írsku, upphaflega Sligeach,
sem þýðir Skeljafljót. Það var hið forna heiti þeirrar elfar sem nú kallast
Garavouge og rennur úr vatninu Lough Gill í gegnum bæinn Sligo. Þótt
fljótið hafi breytt um nafn bera sýslan og bærinn enn hið forna heiti. Átt
hagar Yeats voru nyrsti hluti sýslunnar, Sligobær sjálfur og sveitin norð
austur af honum, sú er nú kallast Yeats Country. Þetta svæði afmarkast af
Sligoflóa í vestri, Donegalflóa og fjallinu Ben Bulben í norðri, Leitrimsýslu í
austri og fjallinu Knocknarea í suðri. Fjöllin tvö, Knocknarea og Ben Bulben,
höfðu gífurleg áhrif á líf og list Yeats. Þau voru honum faðir og móðir, segja
sumir.
Knocknarea þýðir Kóngafell og hermt er að þar hvíli bæði kóngur og
drottning. Á toppi þess er 30 feta hár haugur úr kalksteini frá því um 3.000
f.Kr. Þjóðsagan segir hauginn hvílustað Maeve (eða Meabh eða Meadbh)
drottningar af Connaught, sem fæst þó engan veginn staðist miðað við aldur
hans. Ég tek mér það bessaleyfi að kalla drottningu þessa Melkorku. Hún
kemur oft fyrir í verkum Yeats, þá gjarnan sem frúin hvíta eða hin stein
runna Melkorka. Það tíðkast að hver sá er á fjallið gengur hafi með sér stein
völu og bæti í hauginn. Hver sá sem hins vegar tekur úr honum stein og hefur
á brott með sér ku fótbrotna á leiðinni niður. Bóndakona sem Yeats þekkti
hafði séð Melkorku og kvað hana hafa komið úr fjallinu, háa og tígulega,
með sverð við síðu sér og rýting í hendi, „með engan maga … grönn og
herðabreið, fegursta kona sem sést hefur, hún virtist um þrítugt.“19 Á toppi
Knocknarea er annar haugur, minni og yngri, þar sem hvílir Eoghen Bell
kóngur af Connaught sem féll í orrustunni við Sligo 537 e.Kr. og var dysjaður
að eigin ósk á toppi fjallsins, þar sem hann enn stendur uppréttur, mundar
spjót sitt og snýr í norður í átt að fjendum sínum Ulstermönnum.
Ben Bulben er 526 metrar á hæð. Nafnið er úr írsku og þýðir að öllum
líkindum Gúlbánsfjall, kennt við Conall Gulban sem kóngur var yfir
Connaught á 5. öld e.Kr. Upp úr grösugum hlíðunum stendur þverhnípt
klettabelti úr kalksteini. Fjallið er flathöfða og aflangt frá austri til vesturs.
Í klettunum í suðurhluta fjallsins er ferkantaður hvítur blettur. Um hann