Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2015, Qupperneq 53

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2015, Qupperneq 53
H i n g u l a s t r ö n d S i n b a ð s TMM 2015 · 4 53 og skáldið Oisin, ástir hans og álfkonunnar Niamh, veru hans í eylöndum eilífrar æsku og viðskipti hans við heilagan Patrek. The Wanderings of Oisin kom út í byrjun 1889 og hafði þá verið nærri tvö ár í smíðum. Þetta er langt og mikið söguljóð upp á 901 ljóðlínu, ólíkt öllu öðru sem Yeats orti hvað varðar lengd, form og málfar. Þótt efnið sé írskt er framsetningin mjög í anda Shelleys og Tennysons. Í þriðja lagi endurnýjaði Yeats kynni sín af írskum þjóðsögum. Hann las þær sem aðrir höfðu skráð, en nýtti þó lítt til ljóðagerðar. Honum skildist nú að með því að yrkja út frá grískum mýtum og indverskri speki hefði hann farið yfir lækinn að sækja vatnið. Lindin var innan seilingar í munnlegri geymd sýslunga hans í Sligo. Hann sá að sitt verk hlyti að verða að skrásetja sögurnar úr sveitinni og yrkja út frá þeim. Það var fyrst nú, 1886, að Yeats ákvað að yrkja um og fyrir fólkið í Sligo. Og til Sligo skyldi för hans heitið, í leit að þjóðlegum fróðleik. Ég heyri það við hjartarót Það kom því illa við William að faðir hans skyldi einmitt núna, í árslok 1886, kjósa að flytja með fjölskylduna aftur til Englands. John áleit að þar mundi hann betur geta stundað og þróað list sína og kannski selt fleiri myndir, þótt það væri svo sem ekkert aðalatriði. William þverneitaði fyrst að fylgja með og komu þar til bæði brýn verkefni á Írlandi og andúð á Englandi. Hann mætti ekki til Lundúna fyrr en í mars 1887 og kvartaði þá sáran. Bréf hans frá þessum tíma eru full af hnútukasti út í „þessar óhræsis Lundúnir þar sem maður gengur ekki fimm skref án þess að rekast á einhvern aumingja eyðilagðan annaðhvort af fátækt eða ríkidæmi.“33 Hann snéri aftur til Írlands í ágúst og bjó í Sligo fram að áramótum, safnaði þjóðsögum og lagði lokahönd á The Wanderings of Oisin. Næstu fjögur árin bjó Yeats ýmist á Írlandi eða Englandi, en hvar sem hann bjó var Sligo miðdepill listar hans. Sligo var sögusvið skáldsagna hans Dhoya og John Sherman, helsti vettvangur þjóðsagnasafnsins The Celtic Twilight, sögusvið leikritsins The Land of Heart’s Desire, og eitt helsta efni ljóða hans. Sögurnar Dhoya og John Sherman voru gefnar út saman í einni bók 1891 og aftur 1892.34 Þetta eru einu skáldsögurnar sem Yeats lauk við og gaf út. Báðar innihéldu tvö dulnefni sem þó blekktu engann. Höfundur beggja er sagður heita Ganconagh, sem allir vissu að var Yeats. Sögusvið beggja er sagt vera Ballah, sem allir vissu að var Sligo. Dhoya er lítil saga í stíl ævintýra um samnefndan risa á grárri fornöld sem í fyrstu býr einn og einmana í Ballah en tekst síðan að vinna ástir hinnar fegustu lafði úr landi hinnar eilífu æsku. Það fer þó ekki betur en svo að hann tapar henni í skák og fremur upp úr því sjálfsvíg með því að ríða svörtum gæðingi fram af fjallsbrún í ólgandi Atlantshaf. Á köldum nóttum þegar stormar belja má heyra hófadyn og sjá
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.