Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2015, Side 59

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2015, Side 59
H i n g u l a s t r ö n d S i n b a ð s TMM 2015 · 4 59 söngva. Í heildarsafni Yeats eru yfir sjötíu ástarljóð eða ljóð um ástina, en ekkert þeirra er bein ástarjátning eða lýsing á yndisleik hinnar heittelskuðu. Sína grundvallarreglu skýrði Yeats svona: „Úr deilum við aðra sköpum við þrætulist, en úr deilum við eigið sjálf sköpum við ljóðlist.“62 Ljóð Yeats eru einmitt full af slíkum innri deilum sem skilja bæði hann og lesendur eftir í vafa og óvissu. Í frægasta pólitíska ljóði Yeats, Easter, 1916 (Michael Robartes and the Dancer 1921), um írsku Páskauppreisnina, eru forsprakkar hennar mærðir og hæddir í senn, dauði þeirra harmaður en líka spurt hvort hann kunni að vera tilgangslaus. Hið nýja Írland eldmóðs og vopnaðra uppreisnar­ manna er í senn fagurt og ógnarlegt: „A terrible beauty is born.“ Og þegar við lesum sögur og ljóð Yeats um álfa er erfitt að greina hvort þeir eru til ills eða góðs, harms eða gæfu. Um tónlist þeirra yrkir hann: „And never was piping so sad / And never was piping so gay.“ (The Host of the Air í The Wind among the Reeds.) Nærri má geta hvað Yeats hefði þótt um obba íslensks skáldskapar nítjándu aldar, með öllum sínum ættjarðarljóðum, sveitarómatík, augljósum ástar­ og trúarjátningum og óðum til mæðra. Í ljóðum Yeats birtist því sveitin ekki sem augnayndi og búsæld, heldur sem tengiliður jarðlífs og handanheima. Á sinn hátt trúði Yeats sjálfur á álfa. Þeir voru kannski ekki nákvæmlega eins og þjóðsögurnar lýstu, enda bar þeim ekki alltaf saman, en eitthvað í þá áttina. Þeir voru vitrun sveitafólksins um önnur tilverustig, vitrun sprottin af nánu sambandi við jörðina kynslóð eftir kynslóð. Áhugi Yeats á þjóðtrú, álfum og írskum fornsögum var af sama meiði og áhugi hans á dulspeki, Búddisma, nýplatónisma og göldrum. Allt tengdist þetta sjáandanum, hugsýn hans á æðri og algildan sannleik, frummyndirnar og teikn hinnar eilífu fegurðar. Bændurnir hans Yeats og indverskir þulir frá elstu tíð „kinka kolli hver til annars yfir haf tímans, og eru fullkomlega einhuga.“63 Á þessum árum horfði Yeats til jarðar, ekki himna, í leit að hinu guðlega. Fyrir honum höfðu sveitin og þjóðsögurnar öðrum þræði guðspekilegt gildi, sem þó er ekki troðið í lesendur ljóða hans. Við lestur þeirra getur sá sem þekkir til Yeats haft þetta í huga, en ljóðanna má þó vel njóta án þess. Maður og bergmál Eftir 1900 orti Yeats miklu minna um Sligo, og ekki neitt frá 1905 til 1913. Í ljóðabókunum átta eftir 1913 eru alls fimmtán ljóð sem tengjast Sligo, þar af fjögur í hans síðustu bók, Last Poems, útgefinni 1939 eftir dauða hans. Þema þessara síðari ljóða Yeats um Sligo er allt annað en hinna fyrri. Draugurinn í Drumcliffe og Eoghen Bell sem heygður er á Knocknarea koma að vísu fyrir hvor í sínu ljóðinu (The Old Stone Cross í New Poems og The Black Tower í Last Poems), en að öðru leyti fjalla þessi ljóð um mannfólk. Að hluta til er ástæðan sú að trú Yeats á álfa og þjóðsögur sem lykil að stórum sannleika var farin að dvína. Helsta ástæðan er þó sú að með aldrinum fór Yeats í auknum
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.