Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2015, Page 60

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2015, Page 60
A n d r é s E i r í k s s o n 60 TMM 2015 · 4 mæli að líta til baka yfir eigið líf og vega það og meta. Í ljóðum sínum gerði hann þetta með því að ávarpa áa sína, sem flestir voru frá Sligo, og með því að staðsetja sig í Sligo í nútíð eða fortíð. Ljóðið Are You Content (New Poems 1938) hefst svo: I call on those that call me son, Grandson, or great­grandson, On uncles, aunts, great­uncles or great­aunts To judge what I have done. Þess háttar samræður við látna áa er helsta þema ljóða Yeats sem tengjast Sligo eftir 1913. Í inngangsljóði (Introductory Rhymes) að bókinni Responsi­ bilities (1914) ávarpar Yeats áa sína í báðar ættir, lýsir þeim eilítið og minnist afreka þeirra. Hann biður þá að fyrirgefa sér nærri fimmtugum að eiga engin börn og vera ekki líklegur til að viðhalda ættinni: „I have no child, I have nothing but a book, / Nothing but that to prove your blood and mine.“ Þremur árum seinna kvæntist Yeats þó George Hyde­Lees og átti með henni son og dóttur. (Systkini hans eignuðust engin börn. Jack kvæntist, en hvorki Lolly né Lily festu ráð sitt.) Í ljóðinu Under Saturn (Michael Robartes and the Dancer, 1921) ávarpar hann George og biður hana að æðrast ekki þótt hann sé þögull og þungbúinn, hann sé ekki að hugsa um fornar ástir heldur Sligo og fólkið sitt. (Þetta ljóð fylgir hér þýtt með skýringum.) Ljóðið In Memory of Alfred Pollexfen (The Wild Swans at Coole 1919) er eftirmæli Yeats um þennan móðurbróður sinn. Þar minnist hann líka dauða og greftrunar annarra móðurbræðra og afa síns og ömmu. Sagt var að skömmu áður en karlmaður af ættinni Pollexfen andaðist vitraðist einhverri konu í þeirri sömu ætt syrgjandi mávur. Til þessa vísar endir ljóðsins: At all these death­beds women heard A visionary sea­bird Lamenting that a man should die; And with that cry I have raised my cry. Á áttræðisaldri sá heilsulítill Yeats sinn eigin máv nálgast. Hann leit yfir lífs­ hlaup sitt og spurði stórra spurninga, ekki bara látna áa sína og ættingja frá Sligo heldur sveitina sjálfa. Man and Echo (Last Poems 1939) er eitt af síðustu ljóðum Yeats. Þar segir frá göngu hans inn í gilið Alt í fjallinu Knocknarea og samtali hans við fjallið sjálft, sem er stutt í spuna og svarar á því eina máli sem það kann, bergmáli. Samtalið við Sligo verður því eintal Yeats, og Sligo verður hans eigið sjálf, þetta sjálf sem við þrætum við þegar við yrkjum. Skáldið greinir fjallinu frá því sem veldur honum eftirsjá og sektarkennd og spyr hvort hann hefði getað gert betur. Síðan spyr hann hvort dauðinn sé svefn og lausn frá mannlegum vanda ellegar vakning og næsta og jafnvel strembnara stig mannlegrar tilveru. Hvorki skáldið né fjallið veita viðunandi svör og þessar heimspekilegu vangaveltur eru truflaðar af hversdagslegum
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.