Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2015, Side 62

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2015, Side 62
A n d r é s E i r í k s s o n 62 TMM 2015 · 4 Hér eru aftur komnir knaparnir úr upphafi ljóðsins, þannig að byrjun og lok þess tengjast og ljóðið myndar hring. Það er sem Yeats ætli sér að fylgja knöpunum, hinum fornu goðum kelta, álfum Írlands, vættum Ben Bulben, öndum Sligo, inn í eilífðina. Skáldinu varð að ósk sinni, seint og um síðir. Yeats andaðist í Frakklandi 28. janúar 1939. Líkið varð innlyksa í stríðshrjáðu landinu, svo að jarðneskar leifar hans lágu grafnar í Roquebrune­Cap­Martin, nærri Monaco, í nærri áratug. Bein hans voru þó að endingu upp grafin, flutt til Írlands og jarðsett 17. september 1948 í Drumcliffe við hátíðlega athöfn. Á legsteininn var grafið það sem Yeats hafði um beðið. Þarna hvílir nú William Butler Yeats með eiginkonu, langafa og draugnum Denedhach. Eða hvað? Frá fyrstu tíð lék á því nokkur vafi að beinin atarna væru úr Yeats. Sá orðrómur komst á kreik að þau væru úr Englendingnum Alfred Hollis, sem dó á svipuðum tíma á sama stað og var grafinn í Roquebrune við hlið Yeats. Þessu hefur alltaf verið neitað af fjölskyldu Yeats, sem og frönskum og írskum yfirvöldum. Nýlega hafa fundist skjöl sem benda sterklega til þess að beinin sem flutt voru til Írlands hafi verið „hrærigrautur“ beina úr hinum og þessum. Til að skapa rúm í garðinum voru bein margra einstaklinga, þar á meðal Yeats, upp grafin og þeim blandað saman í eina hrúgu. Sem heimsins útvalda menn­ ingarþjóð vildu Frakkar ekki láta um sig spyrjast að hafa týnt Nóbelskáldinu og tjösluðu saman beinagrind sem þeir sögðu vera Yeats.65 Þetta útilokar auðvitað ekki að einhver beinanna hafi tilheyrt honum. Sem skiptir kannski minnstu máli. Gröf og legsteinn Yeats í Drumcliffe eru minnismerki um þjóðskáld, minnismerki „úr steinum, ekki beinum …“66 Og það er með Yeats eins og Jónas: Hvar sem bein hans kunna að liggja á hann sér vísan samastað í ljóðagerð og hjarta þjóðar sinnar. Tilvísanir Öll rit sem í er vitnað eru eftir William Butler Yeats nema annars sé getið. 1 Ritaðar ævisögur Yeats eru fjölmargar. Ein sú nýjasta og vafalaust sú ítarlegasta er tveggja bindna verk R. F. Fosters: W. B. Yeats, A Life 1: The Apprentice Mage 1865–1914 (Oxford 1997); W. B. Yeats, A Life 2: The Arch Poet 1915–1939 (Oxford 2003). Einnig skal bent á stutta en mjög greinargóða og læsilega bók eftir Augustine Martin: W. B. Yeats (Dublin 1983). Sjálfsævisögu Yeats ásamt ýmsum öðrum prósa hans má finna í W. B. Yeats: Autobiographies, Collected Works 3 (New York 1999). Einnig skal benda á bók sem David Holdeman og Ben Levitas ritstýrðu, þar sem margir höfundar setja Yeats í listrænt, sögulegt og samfélagslegt samhengi: Yeats in Context (Cambridge 2010). 2 Hinir eru George Bernhard Shaw 1925, Samuel Beckett 1969 og Seamus Heaney 1995. 3 yeats2015.com 4 www.yeatsday.com; www.internationalyeatssociety.org 5 Í þessari grein eru beinar tilvísanir í prósa Yeats og annarra þýddar á íslensku og vísað í heimild. Beinar tilvísanir í ljóð hans eru hins vegar óþýddar og ekki vísað nákvæmlega í bók og blaðsíðu. Ljóðasafns og útgáfuárs þess er hins vegar getið. Yeats birti einstök ljóð í f leiri en einni bók og breytti þeim oft í tímans rás. Hann gekk að mestu frá sínum ljóðasöfnum sjálfur og valdi hina endanlegu gerð hvers ljóðs. Þetta eru þrettán söfn, sem nú eru aðgengileg í þremur
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.