Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2015, Page 67

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2015, Page 67
Tv ö l j ó ð TMM 2015 · 4 67 UNDIR SATÚRNUSI Heiti ljóðsins vitnar til þungra þanka og óyndis, samanber enska lýsingarorðið „sat­ urnine“ sem þýðir fálátur og þungur á brún. Hér ávarpar Yeats eiginkonu sína George og biður hana að óttast ekki þótt hann sé þungur í bragði, hann sé ekki að hugsa um fornar ástir, sem sé Maud Gonne. Hún sé að vísu hluti af fortíð hans, en honum bjóðist ekki önnur fortíð. Hann segist vera að hugsa um átthaga sína og látna frændur og áa. Hann tilgreinir þrjá nafna sína, mismunandi skapi farna. Hinn önugi Pollexfen er William Pollexfen afi Yeats í móðurætt, sem þótti með eindæmum skapstyggur og þumbaralegur. Middleton er William Middleton frændi Yeats sem bjó í Rosses Point og var mun viðkunnanlegri náungi. Rauðhærði Yeats er alnafni skáldsins og afi í föður­ ætt, William Butler Yeats prestur í sýslunni Down. Þetta var rauðhærður langur sláni sem ungur vann til verðlauna í hástökki. Hann var mikill gleðimaður, þótti ágætis prestur en þó mun betri hestamaður og samkvæmisdansari. Ljóðið er úr Michael Robartes and the Dancer (1921). Haltu ei, vina, þótt líf mitt sé litað þrá, að ég láti mig dreyma um gömlu ástina mína. Hún er mín fortíð, sú eina sem ég á, en ekkert skyggir á faðm og kossa þína og líf okkar saman. Ég læt mig dreyma um menn, ég læt mig dreyma um mann sem að ýmist þagði ellegar skammaðist, önugan Pollexfen, og einn sem Middleton hét og var léttari í bragði, og rauðhærða Yeats, nú þekkti ég aldrei þann, en þó er sem ég muni útlit hans, skap og hyggju. Manstu í Sligo aldraða sjóarann sem sagði þegar við hittumst niður við bryggju, nei, kallaði: „Ertu kominn heim á ný? Og komin tuttugu ár!“ Ég læt mig dreyma um lítinn dreng að lofa til einskis því að lifa þar sem fólkið hans kallaði heima. Andrés Eiríksson þýddi og skrifaði skýringar
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.