Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2015, Page 69

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2015, Page 69
K r o s s TMM 2015 · 4 69 við mig. Hún hvarf þangað strax eftir vorprófin og kom ekki aftur fyrr en eftir réttir. Ég hafði aldrei komið þangað og vissi ekki hvernig líf hennar var þar. Upphefðin yfir tilboði Steinu var of mikil til að ég fengi af mér að leiða það hjá mér. Ég tölti yfir til hennar og Olgu með verkefnið í höndunum. „Verðum við bara þrjár?“ spurði ég. „Já, er það ekki í lagi?“ svaraði Olga. Hún strauk hendinni yfir þykkan hártoppinn áður en hún tók til við að leika sér að því að vippa blýanti af handarbakinu í lófann á sér. Hildur sat enn við og virtist ekki taka eftir okkur. Ég dró stól að borðinu þeirra og fékk mér sæti. „Jæja, byrjum,“ sagði Steina og brosti feimnislega til mín. Saman fundum við út úr svörunum, breyttum eintölu í fleirtölu og fleirtölu í eintölu. Selma ætlaði greinilega ekki að vera of hörð við okkur í upphafi annar. Hún gekk ákveðin á milli borða og aðstoðaði krakkana eftir þörfum. Þótt tónninn í röddinni hefði aðeins dempast var hún enn hörkulegri en allir hinir kennararnir til samans. „Þetta er komið hjá okkur,“ sagði Steina loks og leit yfir blaðið hjá sér. Hún virtist sátt. Ég tók eftir því að þær Olga höfðu komið sér upp sömu rithendi. Belgurinn á d­um og b­um var jafnstór, krókurinn á f­unum jafnskarpur og allir stóðu stafirnir jafnþráðbeinir. Skriftin þeirra leit út eins og bísperrtir tindátar. Olga tók aftur til við blýantatrikkið. Hún var orðin nokkuð fær í því. „Ætli við fáum að spila badminton í leikfimi í næstu viku?“ spurði hún. „Ég vona það,“ svaraði ég. Þetta var eina íþróttin sem öllum stelpunum í bekknum fannst skemmtileg. Við ræddum badminton dálitla stund eða þar til Steina sagði: „Það er komin ný mynd í Bíóhöllina. Við gætum farið þangað með strætó.“ Hún gaumgæfði mig í þögn. Þær gaumgæfðu mig báðar í þögn. Olga hafði lagt frá sér blýantinn. Voru þær að bjóða mér með? Fór fram hugsana­ flutningur á milli þeirra þar sem þær bestuvinkonurnar ákváðu hvað gert skyldi við mig? Sem betur fer hringdi skólabjallan sem fékk Selmu til að hrökkva í kút. „Þið takið dótið ykkar rólega saman!“ æpti hún óðamála sem var nákvæm­ lega það sem við vorum að gera. Við hefðum sennilega hlýtt þótt hún hefði skipað okkur að leiðast öll í halarófu. Við Hildur vorum samferða heim í snjómuggunni. Hún var ekkert að þýfga mig um nein svik við sig, enda lét hún aldrei þannig. Þess í stað spjöll­ uðum við um hvað við ætluðum að gera um helgina. Ég hafði engin áform en Hildur ætlaði að heilsa upp á hestinn sinn í sveitinni. Síðan beygði hún inn götuna sína en ég hélt áfram. Mér leið eins og ég hefði verið í prófi. Steina og Olga ætluðust eitthvað fyrir með mig. Þær höfðu ákveðið eitthvað mér til handa og mig langaði til að standast kröfurnar. Við Hildur fórum aldrei í bíó. Hún hafði einfaldlega engan áhuga á því. Nú var ég hins vegar að verða
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.