Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2015, Qupperneq 75

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2015, Qupperneq 75
Tu n g a n s va r t a TMM 2015 · 4 75 Lykilvísbending um vægi slíkra bóka er þá samtal þeirra, ekki aðeins við aðrar bækur, heldur við tímann – við sögulega fortíð og við samtíð lesandans hverju sinni. Í þeim skilningi er Nafn rósarinnar tvímælalaust mælistika á vegferð þess lesanda sem hér skrifar. Um leið viðurkennir hann verkið sem sameign: vett­ vang samtals við fjölmarga aðra lesendur. Þetta er verk sem sló í gegn víða um lönd, m.a. á Íslandi, og eignaðist skjótt aðdáendur jafnt í hópi svokallaðra almennra lesanda sem meðal gagnrýnenda og fræðimanna; og jafnvel þeir fræðimenn sem létu sér fátt um finnast hafa vafalaust margir séð í bókinni tímanna tákn. Hún varð nefnilega ein þeirra bóka sem þóttu bera glögg merki „póstmódernisma“, en það hugtak fór sem logi um akur fræðanna á níunda áratug síðustu aldar. En forsendur fyrir mati manns á verkinu geta verið mismunandi eftir því hvenær spurt er. Í huga sumra er Nafn rósarinnar kannski enn fyrst og fremst póstmódernísk saga frá níunda áratugnum, en hér verður því haldið fram að hún sé umfram allt bókasafn. Hún er margar bækur, ekki aðeins að því leyti að hún er samsett úr heilu safni annarra bóka, heldur getum við nú metið reynsluna af ferð hennar um mannsaldur (á hinum gamla kvarða), semsé í hálfan fjórða áratug, í heimi sem virðist hafa tekið stakkaskiptum. Fyrir rúmu ári, þegar Ríkisútvarpið hleypti af stokkunum vikulegum þætti, „Bók vikunnar“, þætti sem í nafni sínu vísar á tilurð bókasafns, var við hæfi að bók Ecos um heimsbókasafnið skyldi verða fyrst fyrir valinu. Ég var beðinn að koma í þáttinn til að ræða skáldsöguna og það var mér gleðilegt tilefni til að endurnýja kynnin af verkinu, en ég áttaði mig síðan á því að ég var ekki aðeins að lesa bókina aftur, heldur líka að „lesa“ mín fyrri kynni af henni. Bæði ég og bókin höfðum breyst, rétt eins og umheimurinn. Og þessi endurnýjuðu kynni vöktu forvitni mína og ánægju, en það er ekki sjálfgefið, því eins og Stefán Hörður Grímsson kemst að orði í ljóðinu „Að farga minningu“: „Sagnir um öskufall / við endurfundi / hefur margur sannreynt“.2 Sumar ljúfar stundir er ef til vill best að geyma í gömlu minni og reyna ekki að leita þær aftur uppi með markvissari hætti, en aðrar eru þess eðlis að endurfundir glæða andann og styrkja jafnframt trú manns á að menning geti verið eitthvað sem endist, jafnvel þegar endingin felur í sér vissar breytingar. Völundarhús og sjálfsaga Ég er svo heppinn að eiga enn vitnisburð um fyrstu kynni mín af verki Ecos, en ég var þá í doktorsnámi í Bandaríkjunum. Ég las The Name of the Rose sumarið 1984, þ.e.a.s. enska þýðingu Williams Weavers, en hún hafði komið út árið áður og vakið óvenju mikla athygli vestan hafs, þar sem þýðingar hafa almennt átt mjög erfitt uppdráttar. Spássíumerkingar mínar og laus­ blaðapár ber þess glöggt vitni að ég var um þær mundir að lesa fræðirit Ecos
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.