Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2015, Side 78

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2015, Side 78
Á s t r á ð u r E y s t e i n s s o n 78 TMM 2015 · 4 án þess að eftir því hafi verið tekið, en hinsvegar hafi lesendum oftar en ekki þótt hann setja inn tímaskekkjur, semsé síðari tíma hugmyndir, einmitt þar sem hann hafi sótt sér efni beint úr raunverulegum miðaldaritum. Hann telur sig því hafa nokkurn vitnisburð um að samræða miðalda og nútímans í bókinni sé trúverðug, eins og hún verði að vera í sögulegum skáldsögum.8 Látum því hinn póstmóderníska leik og flaum stemmast hér af sögulegum baksviðum verksins, sem nánar verður vikið að síðar. Með viðkomu í (mynda)smiðju Thors Fáeinum mánuðum eftir að ég las söguna á ensku frétti ég að verkið væri væntanlegt í íslenskri þýðingu Thors Vilhjálmssonar. Hún kom út seint á árinu 1984. Ég eignaðist hana þegar ég kom til landsins í sumarfrí 1985 og verkið gekk umsvifalaust í endurnýjun lífdaga hjá mér. Íslendingar telja sig hafa allgreiðan aðgang að eigin miðaldatextum og þau verk eru því vart afvega þegar þýða skal sögu sem á að gerast á þessu langa fæðingarskeiði vestræns nútíma, eins og Umberto Eco lýsir miðöldum.9 Ekki þarf að lesa lengi í texta Thors til að sjá að heimavöllur þýðandans nær til miðalda. Fyrsti hluti skáldsögunnar er formáli eftir ónefndan höfund, sem reyndar á að vera þýðandi verksins og sá sem býr sögu Adsos í hendur nútímalesenda. Þessi ónefndi þýðandi – sem í þýðingu kallast óhjákvæmilega á við þann sem í reynd þýðir skáldsögu Ecos á annað mál (eiginlega fer sérdeilis vel á því að lesa þetta verk í þýðingu) – kveðst ekki vita hvaðan hann fái hug­ rekki til að setja verkið fram með þessum hætti: „Proprio non so perché mi sia deciso a prendere il corragio a due mani e a presentare come se se fosse autentico il manoscritto di Adso da Melk.“ Weaver þýðir þetta svo: „I really don‘t know why I have decided to pluck up my courage and present, as if it were authentic, the manuscript of Adso of Melk.“10 En Thor þýðir klausuna á þennan veg: „Ekki veit ég hvað fær mig til að kosta hugann að herða og bera þetta á borð eins og um væri að ræða upprunalegt handrit Adso frá Melk“ (10). Þetta hefði Borges kunnað að meta. Í útleggingu á texta sem hinn meinti útgefandi og þýðandi verksins á ítölsku skrifar – eftir að hafa að eigin sögn þýtt það úr frönsku en handan franska textans ku vera hinn upprunalegi eftir Adso á latínu – bregður íslenski nútímaþýðandinn fyrir sig orðum Þóris jökuls úr Sturlungu („Upp skaltu á kjöl klífa, / köld er sjávar drífa, / kostaðu hug þinn að herða, / […]“) – orðum sem voru sögð og rituð áður en saga Ecos á að gerast. Þannig tekur Thor þátt í þeim leik sem hefst strax í upp­ hafi þegar lesandi mætir orðunum „Handrit, nema hvað“ („Naturalmente, un manuscritto“), sem hafa íronískan og galsafenginn hljóm. Þarna er einhver „rödd“ sem segir okkur að ekkert frumlegt sé á ferðinni, hér sé einfaldlega fylgt þeirri kunnu aðferð að láta skáldsöguna sækja sannferðug­ leika sinn í handrit sem einhver eigi að hafa fundið. Þetta er sjálfsögulegur
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.