Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2015, Side 79

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2015, Side 79
Tu n g a n s va r t a TMM 2015 · 4 79 gjörningur, kátur performans, í ætt við það sem Thor hafði sjálfur stundað í módernískum skáldsögum sínum á sjöunda og áttunda áratugnum. Raunar er það svo að þegar Adso segir á einum stað í miðjum klíðum í Nafni rósarinnar: „Anzi er þetta flókin saga“ (213), þá hljómar þetta kunnuglega fyrir þá sem lesið hafa skáldsögur Thors; persónur í þeim eiga það til að gera ámóta athugasemdir. En eftir sviptingarnar í upphafi, þar sem sagan er römmuð svo marg­ faldlega inn að lesandi gæti haldið að fylgjast verði með atburðarásinni úr sjónauka og auk þess í brögðóttum speglasal, þá kemur sagan þrátt fyrir allt í fangið á okkur. Við fylgjumst með Adso og Vilhjálmi síðasta spölinn á ferð þeirra og komum okkur fyrir með þeim í klaustrinu þar sem við munum dvelja söguna á enda. En veruleiki klausturins er ekki heldur ein­ leikinn, enda er hann numinn af ungum manni sem þarna öðlast nýja og mikla reynslu á sjö dögum, þótt raunar skrifi hann ekki handrit sitt fyrr en löngu síðar, undir ævilok. En jafnframt er þarna lifað við fleiri en einn heim; handanveraldir virðast knýja ákaft dyra ásamt með valdaskaki umheimsins. Og við komum einmitt að endurnýjuðum inngangi í verkið þegar Adso og Vilhjálmur ganga á fyrsta degi um dyr klausturkirkjunnar og Adso lýsir í löngu máli myndum þeim sem ofnar eru í dyraumgjörðina, því að þar er „þögul ræða“ hins „sögulega steins sem allt í einu hafði opnazt sýn og hug­ myndaflugi hvers sem í hlut ætti (af því að pictura est laicorum literatura)“. Viðeigandi má telja að á latínu sé hér vísað til þess að myndir séu ritverk leikmanna, því að trúarleg myndgerð í kaþólskum sið var einskonar þýðing boðskaparins fyrir ólæsan almúga á skiljanlegum miðli. En Adso „þýðir“ hinsvegar myndirnar yfir á tungumál, og þótt hann segi að þær hafi sökkt honum „í sýn sem tunga mín á fullt í fangi með að lýsa“, er honum í mun að koma þessari reynslu yfir á tungu – sem jafnframt er ritmál. „Ég sá hásæti tróna á himnum og einhvern sitja í hásætinu. Andlit Þess sem sat var strangt og órætt, augun glennt upp skutu gneistum að jarðnesku mannkyni sem var komið að endalokum síns ævintýris […].“ Í vinstri hendi heldur hann á „innsiglaðri bók“ og í kringum hann á þessari dómsdagsmynd eru fjórar ægilegar skepnur. Reyndar var ekki hægt að kalla alla ægilega því mér sýndist fagur og mildur mað­ urinn sem hélt á bók vinstra megin við mig (og hægra megin við Þann sem sat). En hræðilegur virtist mér örn öndverðu megin með gapandi gogginn, reistar fjaðrirnar sem brynhlífar, klærnar öflugar, stórir vængirnir breiddir út. Og við fætur Þess sem sat […] voru aðrar tvær, naut og ljón, hvor ófreskjan um sig spennti bók milli klónna og klaufanna, búkurinn sneri að hásætinu utanverðu en höfuðið að hásætinu sjálfu, líkt og þær yndu sig í herðum og hálsi í hatrömmum dyntum, lendarnar spenntar, limirnir líkt og á dýri sem heyr helstríð, og kjafturinn sundurglenntur vítt, halarnir hringaðir og hlykkjuðust sem slöngur, og enduðu efst í logatungum. Báðar vængj­ aðar og krýndar dýrðarbaug, og voru þrátt fyrir ógnlega ásýnd ekki heljarverur helur himneskar, og hafi þær virzt skelfilegar var það vegna þess að þær rumdu í lofdýrð Þess sem kemur að dæma lifendur og dauða. (44)
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.