Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2015, Blaðsíða 80

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2015, Blaðsíða 80
Á s t r á ð u r E y s t e i n s s o n 80 TMM 2015 · 4 Adso heldur áfram að drekka í sig einstök atriði þessarar myndar, og nú birtast einnig hljóðfæri og steinninn tekur að syngja. „En sem sál mín varð uppnumin af þessum tónaleik sem var jarðneskrar fegurðar og með hátignarlegum yfirnáttúrulegum teiknum og var í þann veginn að bresta í fagnaðarsálm, þá fór augum mínum þannig […] að þau bar að samfléttuðum verunum sem sameinaðar voru miðsúlunni sem bar uppi dyrabjórinn. Hver voru þau og hvaða táknlegum boðskap miðluðu þessi þrjú samfléttuðu ljónapör […]?“ (45–46). Síðar hvarflar „heillað augnaráðið“ að skelfilegri sýnum sem helgast „af sínum táknlega og allegóríska krafti eða vegna þeirrar siðlegu fræðslu sem þær önduðu frá sér: og ég sá kvenveru nakta og holdétna og nautnalega, nagaða af fúlum pöddum og höggormar mjólkdrukku hana og hún paraði sig við ístrumikinn skógarpúka með griffonsfætur“, og þessi efnisgrein flæðir áfram og senn virðast allir „íbúar helvítis“ þarna saman komnir og vitrast Adso, „og sem ég hvarf í leiðslu minna veikluðu skynfæra sem enn voru veikari gjör, heyrði ég máttuga rödd sem lúður gylli og hún talaði við mig og sagði: rita þú í bók það sem þú sér (og það er ég einmitt að gera) […]“ (46–47). Um alla þessa miklu myndlýsingu verður fátt sagt hér. Hún er uppruna­ lega skrifuð af manni sem gjörþekkir helgimyndasmíð og táknfræði miðalda og dregur hana hér inn í nútímaskáldsögu; nýtir sér klassískar hugmyndir um vitranir, leiðslu, heljarsýn, heimsmyndir og veraldarsögur, en gefur jafnframt til kynna að færsla myndarinnar yfir í tungumál verði Adso knýjandi þörf, hugsanlega vegna þess að þarna, í „forgarðinum“, megi sjá ummerki alls sem á sér stað þessa sjö örlagaríku daga: „og ósjaldan gerðist það á næstu dögum að ég hvarf aftur að virða fyrir mér dyraumbúnaðinn fullviss þess að ég væri einmitt að að lifa þá atburði sjálfa sem hann segði frá“ (47). Og áhersla myndarinnar á bækur (sem eru fjórar eins og sjá má) kallast í senn á við bókasafnið, í táknrænum og raunverulegum skilningi, við vitnisburðinn sem Adso skrifar um dagana sjö og um sýn sína til þeirra úr ellinni, og við bókina sem Umberto Eco skrifar. Þannig að þótt Biblían, bók bókanna, sé vitaskuld einn helsti undirtexti þessarar skáldsögu (og sérdeilis Opinberunarbókin), þá vaknar grunur um að bókin innsiglaða sem birtist í dyramyndinni miklu gæti alls eins verið hið týnda bindi um hláturinn og kómedíuna – nú eða eintak af Nafni rósarinnar. En þar með hef ég raunar nefnt bókina eins og hún birtist okkur á íslensku – í texta sem er höfundarverk Thors Vilhjálmssonar; í verki sem þeir Eco og Thor eiga saman. Tilvitnanirnar hér að framan verða að nægja til sannindamerkis um hversu kjörinn Thor er til að þýða þennan hlaðna og krefjandi texta, ljóðrænan og gustmikinn í senn. Sagan er öll myndrík og í slíkri rittjáningu er Thor í essinu sínu, og raunar er hann líka einn helsti tónsmiður íslenskra frásagnarbókmennta. Ég hef ekki borið texta hans að ráði saman við frummálið, enda ekki mikill ítölskumaður, en það gerði ítalsk­íslenski fræðimaðurinn Viola Miglio í grein sem birtist fyrir nokkrum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.