Tímarit Máls og menningar - 01.11.2015, Síða 84
Á s t r á ð u r E y s t e i n s s o n
84 TMM 2015 · 4
Sögusviðið er klaustur (horn til að lesa bækur) í Evrópu á 14. öld, þar sem
geisaði kalt stríð veraldlegra og trúarlegra afla, en bókin talar beint inn í
kalda stríðið á síðari hluta 20. aldar, stríð sem stóð enn þegar bókin kom út
1980, en þá skírskotaði hún einnig til þeirrar bylgju hryðjuverka sem gekk
yfir Bretlandseyjar, Þýskaland og heimaland höfundarins, Ítalíu, á áttunda
áratug 20. aldar. Og þegar maður eldist með bókum kemur glöggt fram
hvernig þær lesa tímann um leið og tíminn les þær. Bókin Nafn rósarinnar,
bók sem um sumt er „veraldarbók“ að miðaldahætti, er tímavél sem talar líka
einkar kröftuglega til þeirrar heimsmyndar sem við búum við nú þegar líður
á annan áratug 21. aldar. Evrópa – eftir aldalangt tímabil heimsvaldastefnu
og eftir að hafa verið í brennipunkti tveggja heimsstyrjalda – reynir að
hefja sig upp í nútímalegri einingu um lýðræði og frið, en fær ekki flúið
umheiminn.
Vilhjálmur af Baskerville vísar á einum stað til „heimsmálanna“ (368), en
í þeim er oft lítinn mun að sjá á trúarlegum og veraldlegum straumum, enda
hverfur sá munur hvort eð er í hatrammri hugmyndafræði, úr hvorri áttinni
sem komið er. Hreintrúarmenn af ýmsu tagi fara fram og eru reiðubúnir
að fórna sér í heilögum átökum og „hreinsunarverk“ þeirra beinist gegn
spilltum heimi andstæðinganna á svo gagngeran hátt að það þurrkar út alla
mannúð. Valdamenn finna sér viðræðustað, en samskipti þeirra markast af
undirhyggju, áróðri, innantómum fullyrðingum, barnalegum kappræðum
sem eru samt baneitraðar; samningatali sem reynist meira sjónarspil og
frestun en raunverulegur sáttafundur. Þetta er veröldin sem blasir við okkur
í Nafni rósarinnar, en er ekki fjarri okkur á líðandi stund. Klaustrið í sög
unni á að heita hlutlaus samningastaður, sem Vilhjálmur hefur sjálfur valið
(140), en verður „reykfyllt bakherbergi“ átaka sem eiga sér stað í Evrópu, og
breytist svo í dómstól þegar manndrápin á staðnum gefa umboðsmönnum
páfagarðs tilefni til að sýna vald sitt.
Hin útskúfuðu
Á nokkrum stöðum er vikið að öfgahópum sem fara um ruplandi og
drepandi, og valdið í vestri – aðsetur páfa var þá í Avignon – og fulltrúar þess
virðast eiga drjúgan þátt í tilurð slíkra hópa. Adso segir að það sem hann sér
í klaustrinu hafi komið honum „til að hugsa að oft verði rannsóknardómar
arnir til þess að skapa trúvillingana. Og ekki aðeins í þeim skilningi að þeir
telji þá vera það þegar þeir eru það ekki, heldur af því að þeir bæla villutrúar
smitið niður með slíku offorsi að það verður til þess að hrinda mörgum til
þátttöku í því af einskæru hatri á þeim“ (52). Villutrúarheitið vísar í bókinni
til kristinna hópa sem teljast fara afvega og stundum með miklu offorsi, eins
og hinn hervæddi hópur sem Dolcino nokkur safnar um sig og minnir ekki
lítið á ISISflokkinn sem fer um með eldi í nafni annarra trúarbragða í Sýr
landi, Írak og víðar í þessum skrifuðum orðum. Saga Ecos birtir býsna sann