Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2015, Blaðsíða 85

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2015, Blaðsíða 85
Tu n g a n s va r t a TMM 2015 · 4 85 færandi mynd af stemmningunni í slíkum flokkum, aðdráttarafli öfgafullra leiðtoga á hugarlíf fólks sem ekki hefur fundið rótfestu og sem er, eða skynjar sig, á jaðri samfélagsins. Vilhjálmur ræðir við Adso um hina „útskúfuðu“ og hvernig þeir séu með vissum hætti reknir í eina kró (189–191); hvernig kirkjan beiti trúvilluvopninu gegn þeim eftir hentugleikum á meðan veraldleg yfirvöld geti nýtt sér stöðu þeirra á annan hátt. Í sögunni kemur og fram að yfirvöld beini stundum einum jaðarhópi gegn öðrum. Þegar rætt er um hefðbundin samfélög fyrri alda er gjarnan brugðið upp mynd af lítt hreyfanlegu mannlífi þar sem alþýða manna hafi verið mjög bundin við uppvaxtarstaði sína, fjölskyldu og stétt. Í sögu Ecos er sjónum hins vegar beint að losi á mannlífinu, að flokkum á rápi um héruð, flökkulýð sem minnir á frásagnir af Guðmundi góða og fylgdarliði hans á öndverðri 13. öld, en raunar einnig á flóttamannahræringar okkar tíma. Fátækt, ríkidæmi og eignaleysi er til umræðu í sögunni; það er ýmsum lykilspurning hvort Jesús Kristur hafi átt einhverjar jarðneskar eigur og þetta er hitamál á ráð­ stefnunni í klaustrinu. Ákveðnir hópar innan Fransiskanareglunnar leggja mikla áherslu á heimsafneitun og líf í fátækt og eignaleysi, en það er boð­ skapur sem ógnar páfastóli og prestum (223) – því að eignir eru nátengdar stjórnun og yfirráðum. Umræðan í skáldsögunni um eignir og eignaréttinn beinir ýmsum spurningum til lesanda snemma á 21. öld, í heimi þar sem mjög hefur verið gengið á gögn og gæði náttúrunnar en gríðarmiklir eignir hafa hinsvegar safnast á fárra hendur, hvort sem um er að ræða einstaklinga eða alþjóðlegar fyrirtækja­ og fjármálablokkir, svo að jafnvel sverfur að sjálf­ stæði stöndugra þjóðríkja í efnahagsmálum. Hvernig mun hátta til um völd, hagsmuni (þ.m.t. svokallaða almannahagsmuni) og ákvarðanir í slíkum heimi á komandi tíð? Kona birtist og hverfur Er þá enn ónefnt að eignir heimsins og ráðstöfunarréttur skiptist mjög mis­ jafnlega á kynin, jafnvel í þeim heimshlutum sem komist hafa næst jafnrétti. Það eru fyrst og fremst karlar sem eru „eigendur“. Kynjapólítík er sterkur þráður í Nafni rósarinnar sem nútímaskáldsögu. Þótt hún fjalli um stækan karlaheim, þá einblínir hún ekki á hann, því að kona ratar óvænt í inn veröld sögumannsins Adso. Eins og segir með íronísku vinki í persónuregistri aftast í þýðingu Thors: Auk fjölmargra nefndra karla koma fyrir í bókinni „dauðir og lifandi trúvillingar, venjulegt fólk, tveir hestar, og meira að segja ung stúlka, nafnlaus“ (471). Önnur kona birtist þó fyrst á sjónarsviðinu, eins og sjá má í tilvitnaðri lýsingu Adsos á steinmyndinni hér framar, hún og aðrar konur, og kveneðlið eins og því er lýst í trúarlegri orðræðu í bókinni, er tengt lostanum og hinum djöfullegu öflum; konan villir um fyrir karlinum, slævir einbeitingu hans, eitrar hið hreina líf. Einu nánu kynni Adsos af kvenveru andæfa þessari kvenmynd, þótt ævin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.