Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2015, Qupperneq 87

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2015, Qupperneq 87
Tu n g a n s va r t a TMM 2015 · 4 87 En einnig þar eru virk mörk; aðgangi að bókunum er vandlega stýrt og sumar eru á bannlista. Í þessum efnum er Vilhjálmur gagnrýninn og snemmborinn talsmaður upplýsingarinnar. Tæknibrellum er beitt til að hamla aðgangi að bókasafninu. „Vísindunum er beitt til þess að formyrkva fremur en upplýsa“, segir Vilhjálmur. „Ekki geðjast mér að því“ (166). Eftir því sem maður kynnist Vilhjálmi betur við endurtekinn lestur, þeim mun skýrar kemur í ljós hversu brigðull hann er í lausnalist ráðgátanna, þótt hann hafi vakið hrifningu í upphafi sögu þegar hann segir til um ferð hestsins Brunello með því að ráða í nærtæk tákn. Gáfur hans eru ekki sú snilld lögreglurannsakandans sem iðulega er hampað í glæpasögum. Mis­ tækur og villuráfandi dregst hann inn í og verður óbeinn þátttakandi í atburðarásinni. „Þarna varð Vilhjálmi á í messunni“ skrifar Adso á einum stað (328), og fer vel á íslenska orðalaginu um ein af mistökum táknatúlksins. Og undir sögulok freistast hann enn á ný til kappræðna við Jorge – þær eru raunar snilldarkafli – og gleymir að halda þétt um handritið dýrmæta, sem hann var þó kominn með í hendur, og að huga að öllum aðstæðum eins og glöggskyggn rannsóknarlögregla. Fyrir vikið fer allt úr böndum, Jorge byrjar að éta Aristóteles og eldur verður laus. Skáldsagan er öðrum þræði hrak­ fallasaga Vilhjálms. Hann játar sig sigraðan í lokin. „Það sem ég hef ekki skilið er afstaðan milli táknanna“, „[ég hef] fylgt eftir eftirlíkingu af reglum, þegar ég hefði átt að vita vel að það er engin regla í alheiminum“ (458–459). En það sem einnig gerðist var að hann gleymdi sér við að vera manneskja af holdi og blóði. Hann er maður íhyglinnar fremur en skjótra úrræða. Þrá samferðamanna hans eftir „hreinleikanum“ vekur honum ótta og þegar Adso spyr hvað skelfi hann mest við hreinleikann, svarar hann: „Flýtirinn“ (360). Hann er breyskur maður en hann hefur jafnframt umburðarlyndi gagnvart breyskleika annarra og ríkan skilning á fjölbreytileika mannlífsins. Viðhorf Vilhjálms koma skýrt fram í samanburði við vin hans, rétttrúar­ manninn Ubertino af Casale – sem segir á einum stað, klippt og skorið: „Hérna megin er kór engla, hinum megin gín við kjaftur helvítis“ (217). Vil­ hjálmur tekur hins vegar málstað náttúrukönnunar og þekkingar, sem nýta eigi „til að bæta mannkynið“ (64). Og hvað sem líður glöpum hans við rann­ sókn morðmála, þá standast orð hans um að hann sé að kenna Adso „að bera kennsl á þau teikn sem heimurinn notar til að tala eins og stór bók“ (27). Eins og Adso er Vilhjálmur sérlega vel gerð persóna af höfundarins hálfu. Þótt við verðum að geta okkur til um það hvað á kreiki sé djúpt í hugskoti hans – það reynum við að gera út frá teiknum textans – þá er hann sérlega eftir­ minnilegur persónugervingur húmanismans, og fellur þá í eitt almennur og fræðilegur skilningur þess hugtaks. Hann fræðir Adso m.a. um framlag Araba til þekkingarheims Vesturlanda og um nauðsyn tungumálakunnáttu í könnun annarra menningarheima (157). Fjölmenningarlegur hugarheimur Vilhjálms speglast í heimsbókasafninu mikla á klausturhæðinni, nema hvað hann myndi vilja opna öll rit þess
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.