Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2015, Qupperneq 89

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2015, Qupperneq 89
Tu n g a n s va r t a TMM 2015 · 4 89 mynd, mæta óreiðu lífsins og mótsögnum lífsreynslunnar, þótt hún sé ekki heldur án reglna. Táknfræðingurinn Vilhjálmur er stöðugt að leita að „reglu um samsvörun“ (158), vegna þess að hann veit að tákn hafa ekki merkingu án slíkra reglna. En reglurnar eru ekki klappaðar í stein, heldur lifandi rétt eins og það mannlíf sem notar þær til samskipta. Vilhjálmur birtist í sögunni í senn sem vísindamaður og trúmaður, en ljóst er að þekking og lífsreynsla hafa beint honum frá bókstafs­ og hrein­ trúarstefnu. Adso skrifar að því eldri sem hann verði „og því meir sem ég fel mig vilja Guðs, þeim mun minni mætur hef ég á þeirri greind sem vill vita og þeim vilja sem vill gera: og ég viðurkenni trúna sem hið eina hjálpræði, þá trú sem kann að bíða í þolinmæði án þess að spyrja of mikils“ (367). Árin hafa fjarlægt hann lærimeistaranum enska, en sú „ævisaga“ sem hann skrifar andæfir hins vegar sjálf þessari lýsingu hans. Hér komum við aftur að mið­ punkti skráðra minninga hans: „Á einustu jarðnesku ástinni í lífi mínu vissi ég ekki, og vissi aldrei, nafnið“ (379). Í skrifum hans býr einskonar ígildi þess nafns. Rósin er vitaskuld tákn, meðal annars fyrir stúlkuna og ástar­ reynslu Adsos, en í heiti skáldsögunnar eignast rósin jafnframt „nafn“ sem vísar til alls sem gerðist þessa sjö daga. Segja má að hún ali af sér hugtak þeirrar sögu sem Adso skráir, svo vísað sé til orða Vilhjálms sem ég gerði að einkunnarorðum þessarar ritsmíðar.14 Í verki Ecos er sú reynsla öll, þótt hún taki einnig til skelfilegra atburða, tjáning og nafngildi jarðneskrar ástar í breiðum skilningi, ástar á mannlífi og leitar eftir þekkingu á sjálfum sér, öðrum og umhverfinu. Sú ást og leit kann að eiga sér reglur en þær eru ekki heilagur sannleiki. Í uppnámi sínu þar sem hann horfir á bókasafnið brenna víkur Vilhjálmur að ótta Jorges við annað bindi Aristótelesar, „vegna þess að það kenndi í rauninni að skrumskæla ásjónu sérhvers sannleika, til þess að við yrðum ekki þrælar uppvakninga okkar. Kannski er hlutverk þess sem ann mönnunum að láta hlæja að sannleikanum, að láta sannleikann hlæja, vegna þess að eini sannleikurinn er sá að læra að gera sig frjálsan af hinni sjúklegu ástríðu til sannleikans“ (458). Sem þýðir ekki að sannleikur sé ekki til, heldur að hann sé hverju sinni táknlykill, merking, menning sem mannskepnan býr til, mishaldgóðar reglur um hin jarðnesku tengsl, um jörðina sem við fáum að nema og snerta og eiga með öðrum um stundarsakir. Það samband er í senn háð þekkingu og tilfinningum, en einnig ímyndunarafli, skáldskap. Það er þetta sem kyndir undir andúð Jorges á heimspeki og hatri hans á skáldskap. Hann segir að skáldskapur „lifi á lygum“ (108). Að einu leyti gæti Umberto Eco tekið undir þetta. Í meginriti sínu um táknfræði segir Eco að táknfræði lúti að öllu sem hægt sé „að meðtaka sem tákn. Tákn er hvaðeina sem hægt er að meðtaka sem svo að það komi gagngert í stað einhvers annars. Þetta annað þarf ekki endilega að vera til eða að vera einhversstaðar einmitt þegar táknið verður staðgengill þess. Þannig er táknfræði í grundvallaratriðum fræðigrein
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.