Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2015, Blaðsíða 102

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2015, Blaðsíða 102
S v e r r i r N o r l a n d 102 TMM 2015 · 4 Lítill skáldsögufloti sigldi út á vatnið. Bækurnar mínar – sem ég hafði lagt svo mikla vinnu í – liðu ein af annarri burt frá bakkanum, brúnir og bláir litir kápunnar dökknuðu eftir því sem vatnið smaug dýpra inn í pappírinn. Allt í einu áttaði ég mig á því hvað ég hafði gert. Ég kraup óttasleginn á bryggjunni, með bankandi hjarta. Áhrif vínsins runnu af mér um leið og fingurnir snertu kalt vatnið. Hvað ef einhver kæmi og sæi mig? Og tuttugu og eitthvað bækur eftir mig fljótandi úti á vatninu! Úps, þetta var ekki gott! Þetta var alls ekki gott! Í örvæntingu tók ég að fiska rennvotar bækurnar upp úr vatninu. Ég lagði þær á bryggjuna eins og nýveidda fiska og teygði mig sífellt glæfralegar út yfir vatnið til að ná þeim sem flotið höfðu lengst frá bakkanum. Það var svo sem fyrirséð að ég plompaði sjálfur einnig út í vatnið. Það var ískalt og nú var ég glaðvakandi. Vatnið náði mér reyndar ekki nema upp að mitti, bara verst með gallabuxurnar – ég hafði engar til skiptanna. (Reyndar þurfti ég helst að kaupa nýjar; það var komið klofgat á þessar.) Ég svamlaði eftir síðustu bókunum og hafði nú safnað þeim saman í lítinn haug á bryggjunni. Ég var í miðjum klíðum við að hífa mig aftur upp á bryggjuna þegar hópur af ungu, glaðværu fólki kom arkandi handan fyrir hvíta húsið efst á hæðinni og niður stíginn. Þau stefndu öll í átt að bryggjunni. Nei nei nei! Ooo jú: Þarna komu þau öll! Fólkið sem átti árituð eintök á bryggjunni. Bækurnar mínar biðu þeirra í hrúgu, rennblautar og upplitaðar, lágu þarna eins og nýveiddir fiskar og ég sjálfur holdvotur eins og feiminn hafmaður – höfundurinn. Við höfðum verið að velta því fyrir okkur alla ferðina hver myndi leggja til efnivið í næstu Biskops Arnö­sögu, venjulega urðu einhverjir skandalar eða svæsnar ástarsögur eða það skeði eitthvað skrítið – að þessu sinni hafði ekkert gerst – þar til nú. Mig hafði bara ekki grunað að það yrði ég sem legði til söguna. „Hvað varstu að spá? Ég ætlaði einmitt að biðja þig um að býtta á bókum við mig!“ „Hey, þetta eintak er merkt mér!“ „Þær þorna eins og skot í sólinni.“ „Og þetta gerir þær bara sérstakari!“ Nokkrum mínútum síðar var hvert eintak orðið nokkurn veginn þurrt en jafnframt samanskroppið og krumpað. Kannski yrði frægt á Norður­ löndunum að ég færi reglulega í nætursund með bókunum mínum? Við fundum auðveldlega út hver átti hvaða eintak, blekið á titilsíðunum var undarlega vatnsþolið og seigt. Svo rifum við okkur úr fötunum og stukkum út í stöðuvatnið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.