Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2015, Page 109

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2015, Page 109
P ó s t u r i n n M e g a s TMM 2015 · 4 109 hólmi en án þess að hafna henni alveg. Í þriðja lagi afstæðishneigð heimspeki sem telur að hvaðeina sé sköpunarverk tungumáls og valds. Ég mun ekki ræða fyrsta hugtakið en tvinna saman því sem hin tvö hug­ tökin eiga sameiginlegt. Það þýðir að ég tala um póstmóderníska list, listsýn og heimspeki í sömu andránni.5 Póstmódernistar eru litlir framfarahyggjumenn. Þeir telja að allt tal um framfarir byggi á „stórsögum“ um mannlegt brölt, þ.e. hátimbruðum kenni­ kerfum um samfélag og manneðli.6 Þessi kennikerfi séu einatt tjáð í sögum sem spanni og skýri allt mannlegt athæfi, m.ö.o. stórsögum. Kennikerfi marxismans sé gott dæmi, sérhver atburður í mannheimum er marxistum sem kafli í mikilli frásögu um þróun mannsins frá steinöld til hins frjálsa framtíðarsamfélags kommúnismans (marxisminn er að mati undirritaðs e.k. „science fiction“, framtíðarskáldsaga þar sem tækniþróun skiptir sköpum). Allar kenningar framfarasinna séu þessu markinu brenndar, framfara­ sinninn líti á sérhvern atburð mannkynssögunnar sem kafla í framþróunar­ sögunni. Póstmódernistinn hefur litla trú á stór sög unum, hann telur frjórra að líta á sérhvern viðburð sem sjálfstætt fyrirbæri. Smátt sé fagurt. Einnig sé ágæti vísindakenninga og siðahorfa a.m.k. að einhverju leyti afstætt við sjónarhorn, alla vega hafi veröldin ekkert gefið eðli. En hvað er svona „póst“ við „póstmódernismann“? Fylgjendur hans telja að framfaratrúin sé hryggjarstykkið í hinu móderna (nútímalegum hugs­ unar hætti, nútímalegum samfélagsháttum, nútímamenningu og öðru slíku). Póstmódernisminn taki við þegar sú trú líði undir lok. Um leið sé póst­ módernisminn ekki afturhaldsstefna, hann varðveiti þætti úr hinu móderna. Því sé hann réttnefndur „póst“. Póstmódernisminn er líka „póst“ í listalífinu. Lista­módernistar töldu að listaverk ætti að vera „átentískt“, þ.e. ferskt, frumlegt og ekta. Hið gagnstæða við „ekta“ getur verið „list sem er söluvara“ „væmið listaverk“, „kitsch“ eða klastur úrsérgenginna og yfirborðslegra stílbragða og annað slíkt. „Make it new!“ var kjörorð erki­módernistans og skáldjöfursins Ezra Pound.7 Frum­ leiki var ofar öllu, hreinleiki og dýpt skipti miklu. Listin átti að vera óflekkuð og nema sífellt ný lönd í mannlegri skynjun. Hin stöðuga nýsköpun gerði að verkum að tala mátti um e.k. framfarir í listum, sögðu módernistar.8 Slíka nýsköpun væri ekki að sjá í lágmenningu og skemmtanaiðnaði þar sem öllu væri sullað saman til að ná fram stundaráhrifum. Það sem úr þeirri átt kæmi væri söluvara, kitsch, endurvinnsla án nýsköpunar.9 Þess vegna væri mikil­ vægt að greina skarplega milli há­ og lágmenningar, módernisminn væri vaxtarbroddur hámenningar, andstæða fjöldamenningarinnar. Öllu þessu hafna póstmódernistar, framfarahyggjunni, hreinleikahug­ myndinni og aðskilnaði hins háa og lága í listum. Hafi einhvern tímann verið hægt að tala um frumleika í listum þá væri það liðin tíð. Það væri orðið ófrumlegt að vera frumlegur. Í stað þess að hamast við að skapa eitt­ hvað nýtt ættu listamenn að gerast flökkuhirðingjar í sögu listarinnar,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.