Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2015, Side 110

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2015, Side 110
S t e fá n Va l d e m a r S n æ va r r 110 TMM 2015 · 4 taka það sem þeim sýndist héðan og hvaðan. Bræða saman listbúta og vera óhræddir við að afbyggja stórsögur. Í leiðinni að útmá mörkin milli hins háa og hins lága, hámenningar og lágmenningar. Enda væri engin leið að sanna að hámenning sé betri en meint lágmenning. Þessar staðhæfingar urðu síðan að áhrínsorðum í listum, menn tóku að skapa list eftir forskriftum póstmódernismans. En til voru listamenn sem stunduðu listsköpun með þessum hætti löngu áður póstmódernismi varð til sem hugmyndafræði. Popplistamenn gerðu slíkt í myndlistinni, þeir máluðu flenni­eftirmyndir af teiknimyndasögum, umbúðum og öðrum afurðum fjöldamenningar og neyslusamfélags og sýndu á hámenningarsöfnum.10 Erró hinn íslenski var framarlega í þeirra flokki. Árið fræga, 1968, lét ítalska tónskáldið Luciano Berio (1925–2003) frum­ flytja tónverk sitt Sinfoníu. Sönghópurinn Swingle Singers kyrjaði þar fræga ræðu Martins Luther King um drauminn, textabrot frá Samuel Beckett og Claude Lévi­Strauss í bland við brot úr tónlist Gustavs Mahler, Berios sjálfs og fleiri snillinga.11 Um líkt leyti rufu framúrstefnurokkarar múrinn milli há­ og lágmenningar. Frank Zappa samdi framúrstefnurokk þar sem finna mátti harðsoðna tilraunatónlist í bland við kúlutyggjópopp.12 Bob Dylan var um miðjan sjöunda áratuginn mjög drjúgur við náskylt blöndustarf, hann söng texta með módernísku ívafi við rokklög og lög í þjóðlagastíl. Í textum Dylans ægir saman módernísku myndmáli, stefjum úr amerískum þjóð­ kvæðum og rokktextum. Hann syngur um „The motorcycle black madonna two­wheeled gypsy queen“.13 Tilvísun í lágmenningu mótorhjólaliðsins annars vegar, hámenningu hinnar svörtu madonnu hins vegar. Hún hefur verið þjóðardýrlingur Pólverja. Erfitt er að sjá að Dylan hafi nokkurn tímann trúað á pólitískar stórsögur nema kannski á kristna skeiðinu (1979–1983). Á meðan ungmenni trúðu á stórsögur marxismans og hippahyggjunnar söng Dylan í efahyggjutóni, jafnvel níhílskum tóni. Og skrifaði í sama tóni í ljóðabálki um 1965 „i know no answer an’ no truth…“.14 Hann tók vissulega skýra afstöðu til einstakra mála, t.d. réttindabaráttu svertingja vestanhafs.15 En hann skipti sér ekkert af Víetnamstríðinu sem var mál málanna á þeim árum (1965–1973).16 Dylan er þversum persóna ef hann er þá einhver gefin persóna. Brölt hans minnir ögn á franska heimspekinginn Michel Foucault (1926– 1984) sem virðist ekki hafa trúað á nein hinna stóru hugmyndafræðikerfa nema á stuttu tímabili um 1970. Þá var hann e.k. marxisti en fáeinum árum áður, 1966, fór hann háðulegum orðum um marxismann. Hann sagði marxismann eiga sér tilvist í hugsun nítjándu aldar eins og fiskur á sér til­ vist í vatni. Kvikindið gæti bara andað í þessu nítjándu aldar vatni.17 Vinur Foucaults, Paul Veyne, segir að hann hafi alltaf verið efahyggjumaður, ekki síst um stjórnmál.18 Hann tók hins vegar ákveðna afstöðu í tilteknum málum, barðist t.d. fyrir umbótum í fangelsismálum Frakklands.19 Rétt eins og Dylan, nefna mætti hér baráttu hans fyrir því að fá boxarann Rubin
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.