Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2015, Page 111

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2015, Page 111
P ó s t u r i n n M e g a s TMM 2015 · 4 111 Carter leystan úr haldi. Dylan syngur um hið meinta réttarmorð á Carter í laginu Hurricane sem er á plötunni Desire frá 1976. Mér er engin launung á því að mér hugnast gagnrýni póstmódernista á stórsögur betur en margt annað sem þeir hafa til málanna að leggja. Póststrúktúralisminn Eitt þekktasta afbrigði póstmódernismans er hinn svonefndi póststrúkt­ úral ismi. Hann spratt upp úr strúktúralismanum sem eins konar innri gagnrýni hans, tilraun til að sýna fram á að hann leiddi til þverstæðna. Sú stefna er einatt rakin til svissneska málvísindamannsins Ferdinands de Saussure (1857–1913). Samkvæmt hans kokkabókum ræðst merking hvers gefins orðs O af merkingu allra mögulegra annarra orða og tengslum þess við þau; tungumálið myndar gríðarstórt net orða.20 Mismunur merkingar allra hinna orðanna og merking O ræður sem sé merkingu O. Merking orðsins „dagur“ ræðst m.a. af því að „dagur“ merkir andstæðu næturinnar. Og svo ræðst merking „nætur“ m.a. af því að nótt er andstæða dags. En ræðst ekki merking af tengslum orða við sjálfan veruleikann? Nei, segja jafnt strúktúralistar sem póststrúktúralistar. Fásinna sé að kalla orðið „dag“ „merkimiða á raunverulega daga“. Ekki sé hægt að ákvarða hvaða merkimiði hæfi tilteknu fyrirbæri nema að nota orð og orðasambönd eins og „merki­ miði“, „raunveruleiki“, „dagurinn í gær“. Merking þeirra ræðst svo aftur af mismuni merkingar óteljandi orða. Við komumst ekki út fyrir sjónhring málsins. Saussure hélt að merking málsins myndaði stöðugt net sem rannsaka mætti með hlutlægum og vísindalegum hætti. En póststrúktúralistar á borð við Michel Foucault og Jacques Derrida voru ekki alls kostar ánægðir með þetta. Þeir sögðu að ef merking einstakra orða ræðst alls ekki af tengslum við veruleikann megi spyrja hvort merkingarkerfi tungumála séu ekki líka tengslalaus við hann. Þeir guldu jáyrði við spurningunni og lögðu með því grundvöllinn að póststrúktúralismanum. Foucault sagði að merkingar­ og þekkingarkerfi kæmu og færu í tímans rás, hin einu, sönnu merkingar­ og þekkingarkerfi væru ekki til.21 Hugmyndasagan væri sagan um róttæk merkingarrof. Þetta taldi Foucault sig sjá meðal annars í sögu hugmynda manna um geggjun. Á sérhverju nýju tímaskeiði taki menn að skilja geggjun nýjum skilningi, róttækt öðruvísi en skilningur manna á öðrum tímabilum. Á endurreisnartímanum hafi Evrópumenn litið á hina geggjuðu öðrum þræði sem fól, hinum þræði sem vitringa er þekktu huliðsheima. Þeim var vissulega haldið aðskildum frá venjulegu fólki en ekki læstir inni, fremur settir um borð á fíflaskip (þ. Narrenschiffe) og látnir sigla sinn sjó. Á sautjándu öld, öld skynsemishyggjunnar, sé tekið að líta á geggjun sem and­ hverfu skynseminnar og hinir geggjuðu séu læstir inni með öðrum meintum óvinum hennar. Hinir geggjuðu koma í stað holdsveikra sem erkifráviksfólk,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.