Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2015, Blaðsíða 117

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2015, Blaðsíða 117
P ó s t u r i n n M e g a s TMM 2015 · 4 117 til vill má finna slíka samúð í laginu um utangarðsskáldið Jóhannes Birki­ land.56 Kannski gætir andúðar á gróðapungum í laginu Um skáldið Jónas þar sem „hræ“ listaskáldsins góða er sagt „sjórekið uppá fjörur gull strand­ lengjunnar“.57 Hugsanlega líka í Kæra Karí, þar er talað um prangarann sem píni ömmugulu58 (en vinstrimenn eiga ekki einkarétt á andúð á gróða­ mennsku, t.d. hafa íhaldsamir hefðarsinnar verið henni andsnúnir).59 Máski má sjá gagnrýni á frjálshyggju og Keflavíkurstöð í bragnum Ég á mig sjálf.60 Mælandinn í kvæðinu er ástandsmella sem heldur sig eiga sig sjálf en í reynd er hún eign mellumömmu („mamaboba“). Þetta kann að þýða að Keflavíkur­ stöðin hafi gert Íslendinga að kanamellum. Þeir telji sig frjálsa en sé stjórnað af auðmönnum, sannarlega marxísk hugsun. En þetta er bara ein af mörgum mögulegum túlkunum textans. Skafti telur að fram komi (marxísk?) gagnrýni á stéttarsamvinnustefnu í textanum Af síra Sæma fróða.61 Þar gengur Djöfullinn í Dagsbrún eftir að Sæmundur fróði hafði snuðað hann um kaup (arðrænt hann?). Gvendur jaki, þáverandi formaður Dagsbrúnar, er (of)lofaður og látið sem mælt sé með „alþýðustjórn“. En fullt eins má túlka þennan hluta textans sem alls­ herjarháð um vinstrisósíalískar skoðanir. Alla vega er ekki hlaupið að því að túlka Sæmund fróða sem fulltrúa hins arðrænandi auðvalds. Hann er látinn rýna í skræður stíft og sulla í rauðvíni á Íslendingabúllunni Select í París, hugsa með hrolli til Íslands. Ekki ýkja auðvaldslegt athæfi. Páll Baldvin Baldvinsson segir að lesendabréf hafi birst í Þjóðvilja þar sem kvartað var yfir of mikilli umfjöllun um Megas og Dag Sigurðarson. Bréfrit­ arar hafi sagt að þeir tveir hafi haft litla þýðingu fyrir verkalýðsbaráttuna. Páll Baldvin segir líka að ákveðinn hluti vinstrihreyfingarinnar hafi fyrir­ litið Megas, talið hann dæmi um úrkynjun kapítalismans.62 Er túlkun þess­ ara vinstrimanna á textum Megasar nokkuð verri en túlkun Skafta? Við má bæta að Óttar Guðmundsson telur að það sé ekki tilviljun að Vinstri græn hafi verið á móti því að hann fengi heiðurslaun listamanna. Þau hefðu heldur viljað að þekkt vinstrisinnað skáld fengi þau. Óttar segir að vinstrimönnum hafi ekki þótt Megas nógu fyrirsjáanlegur.63 Hvað um það, hið pólitíska í textum Megasar er nánast ávallt hæðnislega framsett, ekki er mælt með neinum lausnum á vandamálum samfélagsins. Fremur að hæðst sé að pólitískum hetjum og hugmyndakerfum. Frægur er háðslegur bragur um Jónas frá Hriflu þar sem honum er lýst sem nokkurs konar Hróa Hetti.64 Jónas skrifaði áhrifamikla Íslandssögu þar sem henni er lýst sem hetjulegri baráttu Íslendinga við erlent vald (Íslandssagan er stórsaga í huga Jónasar). Allt sem illa fór var Dönum og öðrum útlendingum að kenna. Megas afbyggir (?) þessa stórsögu, sérstaklega á fyrstu plötunni. Íslands­ sagan er þar tekin kerfisbundið fyrir og gert stólpagrín að helgisögum um hinar og þessar hetjur frá Agli Skallagrímssyni til Jóns Sigurðssonar.65 Þetta gerði Megas löngu áður en það komst í tísku að „díbönka“ Íslands­
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.