Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2015, Qupperneq 119

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2015, Qupperneq 119
P ó s t u r i n n M e g a s TMM 2015 · 4 119 Allright Ma (I am only Dying). Þar syngur hann „… not much is really worth trying“.72 Ekki skortir Dylan heldur hæðni, t.d. hæðist hann að þröngsýnum hægriöfgamönnum í laginu Motorpsycho Nightmare.73 Sem dæmi um hæðni Megasar má nefna eftirfarandi gullkorn: „fljótur nú sámur minn finndu einhver patentfrí úrræði“ í söngnum um Fjögurmiljón dollara mannúðarmálfræðina.74 Sámur gæti bæði verið hundur Gunnars frá Hlíðarenda og Sámur frændi vestanhafs. Sá fyrrnefndi var sárt leikinn á ögurstund. Sá síðarnefndi var oft úrræðagóður fyrir hönd Íslendinga og reddaði þeim monnípening þegar mikið lá við. Stöðugt er verið að leita patentlausna á íslenskum efnahagsvanda, menn eru giska fljótir að finna patentfrí úrræði, verða fljótari með ári hverju. Víkur nú sögunni að stórskáldinu Hannesi Péturssyni. Hann orti svo í þjóðernisrómantískum hátíðarstíl um sinn kæra Skagafjörð: „Bláir eru dalir þínir, byggð mín í norðrinu“.75 Ekki það besta sem Hannes hefur ort enda stóðst Megas ekki mátið að snúa út úr kvæðinu. Hann syngur „gulir eru straumar þínir, hland mitt í skálinni“.76 Strákslegur groddahúmor. En í lok lagsins söðlar Megas svo um og syngur allt í einu með innileika hina upphaflegu línu, „bláir eru dalir þínir“ o.s.frv.77 Hér beitir Megas eins konar afbyggingu, snýr textanum fyrst upp og niður en tileinkar sér hann að lokum með eigin hætti. Rífur hann fyrst niður en tjaslar svo brotunum saman á sinn máta. Ljóðlínu Hannesar er ekki hafnað heldur er hún tengd öðrum merkingarheildum með nýjum hætti. Háð er ekki bara háð hjá Megasi, grín og alvara tvinnast saman á margvíslegan, póstmódernískan máta. Í anda afbyggingar, með eða án spurningarmerkis. Fleira mætti tína til sem bendir til pósthyggju hjá Megasi. Í Birni og Sveini segir „sögumaður“ (ein raddanna?) að tungumálið skekki, rangfæri og umsnúi. Það sé uppspretta ranghugmynda og illsku í krafti þess að stunda feluleik með hagsmuni.78 Mál er sem sagt gegnsýrt af duldu valdi og megnar ekki að lýsa veruleikanum með raunsæjum hætti. Þetta er mjög í anda póst­ strúktúralisma þeirra Foucaults og Derrida. Þess utan kemur ýmislegt fram í kveðskap Megasar sem bendir til Foucault­kenndra efasemda um ágæti þess að afgreiða geggjun sem geðveiki. Í Heilræðavísum mælir ljóðmælandi með því að fólk, sem eigi í erfiðleikum af ýmsu tagi, fari á geðveikrahælið í Víðihlíð.79 Það skín í gegn að fólkið er ekki sjúkt, samt á það heima á meintu geðveikrahæli. Skín ekki í gegn sú skoðun að geggjun sé ekki eiginlegur sjúkdómur? Textar Megasar eru líka fullir af ýmsu sem margir myndu telja geðveikisraus, t.d. flæðiprósarnir eða margt í Birni og Sveini. En Megas virðist taka rödd geggjunarinnar alvarlega, rétt eins og Foucault. Sé hægt að finna skýra pólitíska afstöðu í söngvum og skrifum Megasar þá er það einna helst í textum frá því fyrir 1980, þó kannski líka í Birni og Sveini. Einhvers konar almenna, óljósa vinstriafstöðu. Nokkuð svipuð þeirri almennu, óljósu vinstrihneigð sem finna má hjá póststrúktúralistunum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.