Tímarit Máls og menningar - 01.11.2015, Side 121
P ó s t u r i n n M e g a s
TMM 2015 · 4 121
póstanna á pólitískum stórsögum (hugmyndafræðikerfum) en lét að öðru
leyti eiga sig að taka afstöðu til þeirra.
Svo beindi ég sjónum mínum að þremur póstmódernískum þáttum Meg
asar: Efasemdum um pólitískar stórsögur, afbyggingu (?) munar á hinu háa
og lága, og flakki um íslenska bókmenntasögu. Fá merki væru um pólitíska
vinstriróttækni í verkum Megasar, viðhorf til kvenna í textum hans væri
flest annað en vinstraviðhorf. Hann væri þess iðnari við að díbönka
Íslandssöguna og hæðast að þjóðrembu. Ekki síður drjúgur að blanda saman
sígildri íslensku og hreinu slangri, hámenningu og lágmenningu. Og sýna
heiminn frá sjónarhorni utangarðsmanna, dópistanna, mellanna, þeirra
geggjuðu og þeirra sem teljast fráviksmenn í kynlífi.
Einhverju sinni var sungið um Póstinn Pál. Ég hef kyrjað hér um Póstinn
Megas sem afbyggt (?) hefur ekki bara sig sjálfan heldur kvæði eftir Hannes
Pétursson og muninn á hinu fagra og hinu ljóta.
Tilvísanir
1 Ég þakka Gunnari Harðarsyni kærlega fyrir góðar ábendingar og Guðmundi Andra Thorssyni
fyrir góðan yfirlestur.
2 Halldór Laxness (1949): Hallormstaðaskógur, í Kvæðakveri. Önnur útgáfa aukin. Reykjavík:
Helgafell.
3 Einar Már Jónsson (2007): Bréf til Maríu. Reykjavík: Ormstunga.
4 Alan Kirby undirritar dánarvottorðið í Kirby (2006): „The Death of Postmodernism and
Beyond“, Philosophy Now, nr. 58.
Kristján Kristjánsson, heimspekingur, er einn þeirra sem telur að póstmódernisminn hafi
aldrei verið á vetur setjandi. Kristján (2002): Mannkostir. Reykjavík: Háskólaútgáfan, bls.
171–240.
5 Áhugamenn um marxisma geta fundið marxíska gagnrýni á póstmóderníska list og samfélags
ástand hjá Fredric Jameson (2009): „Póstmódernismi eða menningarleg rökvísi síðkapítal
ismans.“ (þýðandi Magnús Þór Snæbjörnsson), í Magnús Þór Snæbjörnsson og Viðar Þorsteins
son (ritstjórar): Af marxisma. Reykjavík: Nýhil, bls. 236–301.
6 JeanFrançois Lyotard (2008): Hið póstmóderníska ástand. Skýrsla um þekkingu (Guðrún
Jóhannsdóttir þýddi). Reykjavík : Háskólaútgáfan, sérstaklega bls. 24.
7 Samkvæmt t.d. „Ezra Pound“, The Poetry Foundation, http://www.poetryfoundation.org/bio/
ezrapound. Sótt 26/5 2014.
8 Svanasöng þessa módernisma má heyra í bók eftir Suzi Gablik frá áttunda áratugnum. Hún
boðar þar kenningu um framfarir í listum sem byggir að miklu leyti á þroskakenningum Jean
Piaget. Samkvæmt þeim vex andleg geta barna í stigum. Barnið verður að ganga í gegum öll
stigin til að öðlast fullan þroska. Svipað gildir um listir, segir Gablik. Sígild list gerði módern
ismann mögulegan. Gablik (1976): Progress in Art. London: Thames & Huston.
9 Heimspekingarnir Theodor Adorno og Max Horkheimer héldu nýstefnulist á lofti og for
dæmdu afþreyingarlist (Adorno og Horkheimer (Adorno, Theodor W. og Horkheimer, Max
(1988): „Kulturindustrie, Aufklärung als Massenbetrug“, i Dialektik der Aufklärung. Frankfurt
a.M.: Fischer, bls. 128–176. Til í ýmsum þýðingum.
10 Hér getur að líta myndir í þessum stíl eftir poppmálarann fræga, Roy Lichtenstein. https://
www.google.no/search?q=roy+lichtenstein+artwork&espv=2&es_sm=93&tbm=isch&tbo=
u&source=univ&sa=X&ei=vbiDU8SGPOrf4QSuvYH4BA&ved=0CCoQsAQ&biw=1009&
bih=656. Sótt 26/5 2014.
11 Það þykir ekki par fínt að vitna í wikipediu en ég hef marghlustað á plötuna Sinfoniu og get
vottað að allt sem hér stendur um hana sé satt og rétt. http://en.wikipedia.org/wiki/Sinfonia_