Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2015, Page 137

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2015, Page 137
D ó m a r u m b æ k u r TMM 2015 · 4 137 kvæð, hvorki út í þá góðu vinnu sem bókaútgefendur hafa þó unnið, né í garð þeirra sem gefa út sjálfir, þá er ljóst að þetta skapar nokkuð furðulegt vægi. Svo virðist sem skilaboð stærri forlaga séu þau að furðusögur tilheyri börnum og unglingum, sem er alrangt, fantasían er mun víðfeðmari en það, eins og lauslegt yfirlit yfir heimsbókmenntasöguna (eða bara íslenska bókmenntasögu frá mið­ öldum) sýnir glöggt. Sjálfsútgáfurnar (og minni útgáfurnar) eru einmitt til marks um það hversu áhuginn er mikill. Hér er hópur fólks sem leggur verulega mikið á sig til að búa til nýjan bókmenntaheim. Ég hef ekki náð að skoða allt þetta efni en það er ljóst að heilmikið er að gerast, margar sögurnar eru áhugaverðar – en líða mjög fyrir skort á yfirlestri, bæði rit­ stjórn og prófarkalestri. Þetta gerir því miður lítið til að auka á vægi þessa efnis innan íslensku bókmenntastofnunarinn­ ar. Það er því kannski eðlilegt að höf­ undur sem er með góða hugmynd að blóðugri epískri fantasíu hiki við að fara inn á þennan markað, ekki síst ef annað og betra býðst.2 Líkt og svo margar fantasíur af þessu tagi vísar The Valhalla Saga til Hringa­ dróttinssögu og einnig má sjá ummerki Krúnuleikanna. Það eru þó helst Íslend­ ingasögurnar sem koma upp í hugann, meðal annars heitir ein persóna fyrstu bókarinnar Egill, kallaður Egill Jötunn, og fer fyrir flokki berserkja. Fjölmörg önnur nöfn eru sótt til Íslendingasagna, sem og persónueinkenni. Skáldsagan er því ekki aðeins norræn miðaldafantasía heldur einnig dæmi um vel heppnaða tilfærslu menningararfs, frá fornbók­ menntum yfir í bókmenntaform sem nýtur mikilla vinsælda í nútímanum. Fantasían birtist fyrst og fremst í nær­ veru goðanna, en kemur einnig fram í galdri og þá sérstaklega rúnagaldri og ákvæðavísum. Það er reyndar gaman að bera sögu Snorra saman við Hér liggur skáld (2012) eftir Þórarin Eldjárn, en þar var einnig á ferðinni afar ánægjuleg upp­ færsla á íslendingasagnaarfinum. Nálg­ unin er þó gerólík, því þrátt fyrir að innhalda galdur og hasar, alveg eins og Swords of Good Men, þá er Hér liggur skáld verk sem er vandlega rammað inn af þjóðmenningunni, sviðsett á Þing­ völlum, en sagan er einskonar endur­ skrifun á íslendingaþætti. Það breytir ekki því að aðdáendur fantasía ættu algerlega að geta notið hennar. Eitt af því sem gerir fantasíu Snorra svo áhugaverða er að honum tekst að sigla framhjá hefðbundnum og einföld­ um andstæðum sem iðulega eru taldar fylgja fantasíum (og öðrum afþreyingar­ verkum). Eins og fram hefur komið gengur söguþráðurinn að hluta til út á átök milli trúarbragða.3 Nánar tiltekið norrænu goðatrúarinnar og kristni. Í fyrstu bókinni setur Snorri þetta upp sem samspil hins forna og nýja, kristninni fylgir ekki bara trú heldur ber hún með sér nútímann. Seinna bendir Óðinn á að vald hans sé að dofna, því fólki finnist það ekki þarfnast hans lengur. Þó er það engan veginn svo að Snorri upphefji annað á kostnað hins, né fer hann þá leið að stilla þessu upp sem ein­ földum átökum góðs og ills. Þó ljóst sé að öllu vafasamara lið fylgi fornum sið, þá er Ólafur langtífrá alfullkominn, eins og kemur ljóslega fram þegar líður á þrí­ leikinn. Trúarbrögðin eru ekki einfalt mál, þeim er beitt í valdabaráttu og hvor fylking um sig er margklofin af svikum og græðgi – eða hagsmunaárekstrum eins og það er kallað í dag. Hugsjónir eru því takmarkaðar, en þó leynist gott og heiðarlegt fólk inni á milli. Með því að fylgja eftir völdum pers­ ónum eru ákveðnar áherslur lagðar.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.