Tímarit Máls og menningar - 01.11.2015, Page 140
Höfundar efnis
Andrés Eiríksson, f. 1957. Sagnfræðingur á Írlandi. Hann gaf út ljóðaþýðingar á bók
árið 2013: Í tötraskógi: góð ljóð þýdd úr ensku.
Ástráður Eysteinsson, f. 1957. Prófessor í almennri bókmenntafræði við HÍ og
þýðandi. Nýjasta bók hans er þýðing (ásamt Eysteini Þorvaldssyni) á skáldsögunni
Höllinni eftir Franz Kafka, 2015.
Brynhildur Þórarinsdóttir, f. 1970. Rithöfundur og dósent við Háskólann á Akureyri.
Hún hefur meðal annars endurritað þrjár íslendingasögur fyrir börn, nú síðast
Njálu 2015 með myndskreytingum eftir Halldór Baldursson.
Francois Ricard, f. 1947. Kanadískur rithöfundur og prófessor í frönskum bók
menntum við McGill háskólann.
Friðrik Rafnsson,f. 1959. Bókmenntafræðingur og einn helsti þýðandi franskra bók
mennta hér á landi og fyrrverandi ritstjóri TMM. Árið 2014 kom út þýðing hans á
nýjustu skáldsögu Milans Kundera, Hátíð merkingarleysunnar.
Gerður Kristný, f. 1970. Rithöfundur. Nýjasta skáldsaga hennar fyrir börn er Dúkka,
2015.
Jón Yngvi Jóhannesson, f. 1972. Lektor í íslensku við menntavísindasvið HÍ. Árið
2011 sendi hann frá sér bókina Landnám. Ævisaga Gunnars Gunnarssonar.
Kristín Ómarsdóttir, f. 1962. Rithöfundur. Vorið 2015 kom út skáldsaga hennar
Flækingurinn.
Sigurlín Bjarney Gísladóttir, f. 1975. Nýjasta bók hennar er nóvellan Jarðvist sem kom
út hjá 1005 Tímaritröð á þessu ári.
Sjón, f. 1962. Rithöfundur. Nú í haust sendi hann frá sér ljóðabókina Gráspörvar og
ígulker.
Soffía Auður Birgisdóttir, f. 1959. Bókmenntafræðingur á Rannsóknarsetri Háskóla
Íslands á Höfn í Hornafirði. Nýjasta bók hennar er Ég skapa – þess vegna er ég. Um
skrif Þórbergs Þórðarsonar, 2015.
Stefán Valdemar Snævarr, f. 1953. Skáld og prófessor í heimspeki við háskólann í
Lillehammer. Árið 2013 kom út eftir hann Bók bókanna, bækur ljóðanna: alljóða
verk.
Sverrir Norland, f. 1986. Rithöfundur. Árið 2014 kom út skáldsaga hans Kvíðasnill
ingarnir.
Úlfhildur Dagsdóttir, f. 1968. Verkefnastýra hjá Borgarbókasafninu og sjálfstætt
starfandi bókmenntafræðingur. Nýjasta bók hennar er Myndasagan, hetjur
skrýmsl og skattborgarar, 2014.
Vésteinn Lúðvíksson, f. 1944. Rithöfundur sem helgað hefur sig ljóðagerð hin seinni
ár. Nýjasta ljóðabók hans er Kisan Leonardó og önnur ljóð, 2014.
William Butler Yeats, 1865–1939. Þjóðskáld Íra.