Ófeigur - 15.05.1956, Side 4
2
ÓFEIGUR
Árið 1923 lýsti ég yfir við kosningar, að ef Alþýðu-
flokkurinn gerðist byltingahneigður, mundi ég standa
á móti honum við hlið Ölafs Thors, sem var þá einna
ákveðnastur af andstæðingum byltingarmanna. Síðan
liðu 14 ár, þannig að ekki kom til átaka um þetta efni.
En þá gerðist tvennt í senn: Hér var starfandi kom-
múnistaflokkur undir rússneskri yfirstjórn, og í öðru
lagi krafðist Alþýðuflokkurinn undir stjórn Héðins
Valdimarssonar, að stærstu atvinnufyrirtæki landsins
yrðu tekin með valdi og þjóðnýtt. Mér var þá ljóst,
að landsmálagrundvöllurinn frá 1916—17 var hrun-
inn, og að þá varð að fylkja liði að nýju: Borgurum
móti byltingarliðinu.
Þá bauð ég Ólafi Thors samstarf um tvenn áhugamál:
Markvissan undirbúning og framkvæmd skilnaðar við
Danmörku og borgaralega samstjórn móti bolsivikum
og byltingunni. Upp úr þessum aðgerðum spratt þjóð-
stjómin 1939—42. Persónulegir skapbrestir Hermanns
og Ólafs leiddu til þess að þjóðstjórnin leystist upp
og bolsivikar urðu setugestir um' stund í leyndarráð-
um allra borgaraflokkanna. En grundvöllurinn frá 1923
var svo öruggur, að þangað varð að hverfa og með
tilkomu Bandaríkjamanna hér á landi, urðu borgar-
arnir að halda að mestu saman um stjórn landsins.
Ef ég hefði ekki stutt að borgaralegum friði 1939,
mundu landsmálaflokkarnir hafa staulazt ósjálf-
bjarga leiðar sinnar, mælandi máttlaus fordæmingar-
orð hver um annan. Landið hefði enn hangið í illa
gerðu konungsambandi við Dani og liðsoddar flokk-
anna endurtekið afrek Sturlu á Sauðafelli og Kolbeins
unga með nýrri tækni.
Síðan 1939 hefur stjómarfarið haldizt á þeim grund-
velli sem búizt var við. Islendingar hafa skilið við
Dani, þó að forkólfar stjórnarflokkanna væru svefn-
sæknir, þegar Stauning prófaði skilnaðarvilja þeirra áð-
ur en stríðið skall á. Islendingar skildu og mynduðu
lýðveldi. Borgaraflokkamir halda saman um megin-
málin. íslendingar þáðu hervernd Bandaríkjanna 1941,
sömdu um Keflavíkurvöll 1946 og losnuðu þá við bolsi-
vika úr valdastöðum. Síðan tóku Islendingar við 700
milljónum kr. frá Marshall. Gengu í Atlantshafsbanda-