Ófeigur - 15.05.1956, Síða 5

Ófeigur - 15.05.1956, Síða 5
ÓFEIGUB. 3 lagið 1949 og sömdu um hervernd 1951. Eins og sá samningur er framkvæmdur af borgaraflokkunum, jafn- ar Völlurinn nú 400 milljóna króna viðskiptahalla á verzluninni við útlönd. Með brothættu samkomulagi horgara landsins hefur tekizt að stofnsetja lýðveldi og tryggja að nokkru aðstöðu þess í fylkingu vest- rænna þjóða. * Sjálfstæðisflokkurinn heldur allvel á málum sínum. Náin og næstum einlæg samvinna er með foringjum flokksins, Ólafi, Bjarna og Valtý. Flokkurinn ræðst ekki í stórræði og sannar í verki forna nafngift Jóns Þorlákssonar. En þegar þjóðin hristir sitt stóra höfuð, eins og stækkun landhelgi og raforkumál sveit- anna, tekur flokkurinn með nokkrum áhuga undir óskir fólksins. Allmikil óánægja er þó í flokknum, eins og ger- ist á hverju heimili. Gunnar Thoroddsen virti mágsemdir meira en stefnu flokksins í forsetakjörinu en hann var líkt settur og Bevan hinn enski: Of sterkur til þess að hættulaust væri að tyfta hann eftir málavöxtum. Var þá saminn viðunandi friður sem er líklegur til að haldast. * Eysteinn Jónsson tók allvel þjóðstjórnarrökum mínum 1939, enda framlengdust þá ráðherravöld hans, en hann skildi ekki til fulls undirstöðu borgaralegrar samvinnu og leitaði í fimm ár 1942—47 eftir beitilandi á öræfum byltingarstefnunnar. Að afloknum miklum þjáningum af valda- og peningaleysi ríkissjóðs, án Ameríku-skipta, gerðist hann ráðherra í stjórn Stefáns Jóhanns. Tókst þá all náið samstarf með honum og Bjarna Benedikts- syni enda eru þeir bæði nokkuð jafnir að aldri og líta auk þess svipuðum augum á þjóðmálastarfið, telja flokkana nokkurskonar skurðgröfur eða ýtur, sem af- kasta allmiklu verki ef þær eru vel með farnar, smurð- ar og ekki látið skorta eldsneyti. Þeir álíta ráðherra vera embættismenn, sem eigi að sitja minnst um 30 ár sam- fellt í valdastólunum til að framkvæma, ef það er ekki of erfitt peningalega eða að því er snertir sambúð í stjóm- arliðinu, lágmarkskröfur meiri hluta kjósenda. Löng kynni Ólafs og Eysteins hafa treyst vináttu þeirra um stjórn landsins. Ölafur telur velviðeigandi, að

x

Ófeigur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.