Ófeigur - 15.05.1956, Side 6

Ófeigur - 15.05.1956, Side 6
4 Ó.FEIGUR hann verði stjórnarformaður, meðan líf og heilsa endist, en bindur ekki þá vegsemd við ákveðna áratölu. Hann vill hafa Bjarna sér við hægri hönd, og að hann sé með- ábyrgur og meðstarfandi við meiriháttar ráðagerðir. En í fjármálum þykir honum Eysteinn ómissandi og dylur þá skoðun hvorki á þingi eða í Mbl. Ber það til að Eysteinn hefur yndi af að leggja skatta á lands- fólkið og innheimta þá með elju og hörku. Meðan Ame- ríka veitir einni milljón daglega í tómar fjármálaæðar þjóðfélagsins, þarf ekki annað en ötulan skattafógeta til að halda skútunni á floti. Vestmenn leggja fram tekjuaukann, Eysteinn safnar í kornhlöðuna og Ólafur útdeilir með glaðværu brosi hins milda landsföður skattpeningum, sem vingjarnleg forlög raða í greip- ar hans. * Hinir ráðherrarnir kunna að vísu vel að meta gildi sitt, en sætta sig þó við minna heldur en eilífan ráð- herradóm. Steingrímur fer í sæti P. Z. þegar stóllinn verður auður eða eldur kemur upp í hinu gamla fanga- húsi við Lækjartorg. Ingólfur mun sætta sig við banka- stjórastörf í Reykjavík og þingmennsku í Rangárþingi. Dr. Kristinn geymir 2—3 stórsendiherrastóla fram yfir næstu kosningar, til að vera ekki með öllu vegalaus. Hermann Jónasson hefir nokkra sérstöðu. Hann langar í laxveiðar, ómak við kaup og sölu þar sem milli- göngumaðurinn fær réttlát ómakslaun og að geta einu sinni enn orðið forsætisráðherra. Hann er áhugalaus um þjóðmál og athafnalaus á því sviði. Vonir hans um ráðherradóm eru eingöngu bundnar við hugsanlega hjálp kommúnista, en þeir hafa þess háttar umtal í gam. anmálum. Þeir vita auk þiess fullvel, að flokkur þeirra kemst aldrei í stjórn á Islandi, meðan þjóðin er í At- lantshafsbandalaginu. Ólafur Thors óskar ekki eftir að Framsóknarflokk- urinn minnki svo nokkru nemi frá því sem nú er, en honum þykir vel fara á, að Hermann Jónasson hafi þar flokksforystu. Haft er eftir honum, að hann vildi ekki þiggja Strandasýslu þó að Mbl.-mönnum væri rétt kjördæmið á silfurdiski. Ólaf grunar að Fram- sóknarflokkinn muni skorta andleg fjörefni undir for- ystu Hermanns og telur það æskilegt ástand.

x

Ófeigur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.