Ófeigur - 15.05.1956, Síða 8

Ófeigur - 15.05.1956, Síða 8
8 ÖFEIGUR á landi. Of snemmt er að spá um hvort hún heldur út til jafns við Stefánunga og Briemsniðja. En fast hef- ur róðurinn verið sóttur fram að þessu. * Vorið 1932 tók þáverandi þm. Vestur-lsfirðinga all- ar byggingartekjur Þjóðleikhússins til almennrar eyðslu, með þeim rökstuðningi, í samtali við annan þingmann, „að þá væri ekki tími til að leika sér“. Þegar leið á síðara stríðið, var sýnilegt, að íslenzk dýrtíð mundi sporðreisa atvinnukerfi landsins og gera þjóðina óhæfa til samkeppni við önnur lönd. Bar ég þá tvívegis fram á þingi tillögu um að sendisveitum landsins væri falið að rannsaka dýrtíðina, kaup, kjör og framleiðslu- kostnað í næstu löndum og byggja síðan á þeim skýrsl- um niðurfærslu dýrtíðarinnar með samræmingu kaup- gjalds og verðlags, til að gera þjóðina samkeppnis- hæfa við keppinautana. Liðsoddar og liðsmenn þing- flokkanna töldu þetta fjarstæðu. I stað þess gekk Al- þingi á einum kvöldfundi, eftir eina umræðu, í ótak- markaða ábyrgð fyrir bátaútveginn. Ég var einn í andófi. Þessi litla kvöldvinna kostaði ríkið 164 millj- ónir, en meira fé hefur síðan hrapað í sömu botn- lausu hítina. Ég benti strax á, að þessi ábyrgðar- greiðsla markaði skil í sögu landsins. Þá var kom- inn „tími til að leika sér“. * Þjóðin unir allvel núverandi ástandi. Hún er í jafn- ingjasamtökum til að vernda frelsi sitt og annarra. En hún vill engu fórna, heldur græða peninga á land- vörnunum. Allar hinar Atlantshafsþjóðirnar leggja fram stórmikið fé og liðsafla til að tryggja frelsið, en við erum eins og hortugur niðursetningur, krefj- umst fóma af öðrum, en komum ekki einu sinni á ólaunuðum þjóðverði til að tryggja frið og reglu í landinu. Hins vegar krefjumst við mikilla framlaga og fyrirgreiðslu af grannþjóðunum og verðbætum með því fé alla framleiðslu til lands og sjávar, og iðnaðinn með tollum. Islendingar eru fyrsta þjóðin sem græðir stórfé í útlendum peningum fyrir að leyfa öðrum að verja land þeirra. Árin 1945—46 lagði ég til að gerðir yrðu tveir sátt- málar í aldarf jórðimg við Bandaríkin. Annar um land-

x

Ófeigur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.